Skriðsundnámskeið á vegum SJÓR.

October 2, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Um þessar mundir eru 40 einstaklingar að læra skriðsund á vegum Sjósunds- og Sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Tveir frábærir sundmenn og kennarar hafa verið fengnir til að kenna. Arnar Felix Einarsson kennir tveimur 10 manna hópum í Kópavogslaug. Magnús Ólafsson kennir öðrum tveimur hópum í Breiðholtslaug. Ótrúlegar framfarir hafa orðið hjá öllum hópunum eftir bara einn tíma.

Garpasund sjósundfólks

Nú er verið að vinna í því að setja saman garpahóp sjósundfólks, sem syndir þá saman tvisvar til þrisvar í viku eftir æfingaplani. Dregist hefur að koma honum saman vegna skriðsundnámskeiðsins. Öll skipulagsvinnan er unnin meðfram öðrum störfum og því seinlegri. 

Benedikt Hjartarson

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!