Sjósund á Englendingavík í Borgarnesi

October 5, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn 17. október ætlum við að synda á nýjum stað.  Upp í Borgarnesi er gamall sjósundstaður við svonefnda Englendingavík og þar ætlum við að synda í átt að Brákey. Þarna er afar fallegt umhverfi og útsýnið engu líkt (sjá myndir). Eftir sundið ætlar Hildur í Brúðuheimum að bjóða okkur upp á súpu og brauð á 750 krónur en Brúðuheimar reka glæsilegt kaffihús þarna við víkina með útsýni út á hafið.   Hittumst á bílastæðinu við rætur Esjunnar kl 11:30 og sameinust í bíla, svo verður ekið upp að Brúðuheimum og reiknum með að hefja sjósundið kl 13. Eftir sjósund og súpu er svo ekki úr vegi að skoða Brúðuheima og því er tilvalið að taka fjölskylduna með.

Fyrir forvitna eru hér linkar á fróðleik um þennan markverða stað og svo má alltaf hringja í síma 849-0092 ef maður villist á leiðinni upp eftir

kveðja Skemmtilega-nefndin

http://www.bruduheimar.is/

http://www.fva.is/~finnbogi/englendingavik/index.html

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!