5 EYJA sund 2009

12 Fræknir sundkappar reyndu í ágúst nýja þolraun sem kölluð er “5 EYJAR” og fellst það í því að synda úr landi í 5 eyjar á Kollafirði og í land aftur.

Leiðin er: Úr landi-Þerney-Lundey-Viðey-Engey-Akurey-Í land.

Byrjað var að synda um 12:30 og klárað um 22:00. Stoppað var í eyjunum til að matast, ná upp orku og hita.

5 af 12 náðu að klára þetta 11,5 km. sund, og var þessi dagur frábær í alla staði, æðislegt veður með frábæru fólki.

Jón Svavars ljósmyndari var með okkur allan daginn og tók mikið af myndum.  Þær er hægt að sjá hér.

Ef fleiri eru með myndir af þessu ævintýri þá endilega leyfa fleirum að njóta þeirra.  Bara hafa samband við stjórnina.

Share