Yfirheyrslan: Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir.

Yfirheyrslan

Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar__Stjúpdóttir mín skoraði á mig að koma í sjósund og af því ég hafði fylgst með vinum mínum Jóni og Guðrúnu frískast upp með hverri sjósundferðinni þá kom ekki annað til greina en að taka þessari áskorun.  Bíð bara eftir að verða svona flott eins og þau J

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar_Mín er rosa flott svört með pallíettum – en skynsemin segir mér að ég ætti að kaupa mér svona “andahettu” því ég er best í baksundinu og þarf skjól fyrir hnakkann.

Hvar er draumurinn að synda?

Svar_Í Súgandafirði

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar__Er nýbyrjuð í sjósundinu svo ég hef ekki mikinn samanburð.  En gamla sundlaugin heima í Súgandafirði er alltaf sterk í minningunni – enda þurftum við að kæla okkur fyrst í sjónum til að geta farið ofan í hana – hún var ísköld!!!

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar_Nú finnst mér ég geta allt úr því ég er búin að synda út að bauju 2.  Svo er þetta líka alveg frábær félagsskapur.

Stefnir þú á klettinn í sumar?

Svar__Hmmmm þarf aðeins að hugsa það betur  – en finnst hann freistandi.

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

Svar___Tvímælalaust

Er Sjósund smart eða púkó?

Svar____Ótrúlega cool

Syndari eða syndgari?

Svar___Stefni á að vera stórsyndari.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar_Á milli þess sem ég fer í sjósund og þurrka blautu sundfötin þá set ég statusa á Facebook um síaukin afrek mín í sjósundi.  Annars er ég dugleg að rækta sjálfa mig og mína nánustu.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar_Ég er bara hamingjusöm kona.

Share