Hvernig byrjar maður í sjósundi ?

 Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundinu þá mælum við með því að þeir mæti niðri í Nauthólsvík, þjónustuhús Ylstrandar. Þar taka starfsmenn og reyndir sjósundgarpar vel á móti fólki og leiðbeinir því. Á veturnar er opið á mánudögum kl 17:00 – 19:00 og miðvikudögum kl 11:00 – 13:00 og 17:00 – 19:00 en sumri alla daga frá kl 11:00 – 19:00.

 Mikilvægt er að fara varlega fyrstu ferðirnar. Um vetrartímann er sjórinn frá -1,5° til 4°. Þeir allra hörðustu eru um 5-15 mín út en byrjendur um 30 sek – 1 mín. Á sumrin er hann 8° – 15° og þá er hægt að njóta hans mun lengur.

 Mesta hindrunin er að komast yfir áfallið (sjokkið) vegna kuldans þegar farið er fyrst út í.  Til að minnka sjokkið er gott að bíða á ströndinni til að kæla sig aðeins niður áður en farið er úti.  Sjokkið tekur um 30 sek og eftir það dofnar líkaminn og vellíðunar tilfinningin fer um allan skrokkinn.  Mikilvægt er að einbeita sér að anda djúpt inn og út til komst yfir sjokkið.  Síðan er farið upp úr og í heita pottinn. Gott er að bíða 2-3 mín áður en farið er í pottinn. Sumir telja að best sé að sleppa pottinum og láta líkamann hita sig upp.

Öryggi í sjósundi Ráðleggingar til sjósundfólks

Er sjósund holt ?

Share