Viðeyjasund. 4,4 km

Með sundinu Viðeyjarsund er átt við sundleiðina frá Viðey, oftast Viðeyjarbryggju og inn í Reykjavíkurhöfn, oftast flotbryggju við gamla slippinn. Einnig er mögulegt að synda úr Reykjavíkurhöfn og út í Viðey. Sundleiðin er um 4,3 km í beinni loftlínu. Benedikt G. Waage synti frá Viðey að Völundarbryggju í Reykjavík þann 6. september 1914. Var þetta þá talið vera lengsta sund sem synt hafði verið hér við land á síðustu öldum. Benedikt var mjög þekktur fyrir sundíþrótt sína og tókst vel upp með sundið enda var logn og sjór spegilsléttur meðan á sundinu stóð. Þrátt fyrir það er haft eftir heimildum að fjórir straumar hafi borið hann af leið. Sundið tók 1 klukkustund og 56 mínútur. Benedikt var smurður með ýmis konar feiti fyrir sundið. Ásta Jóhannesdóttir er fyrsta konan sem synti Viðeyjarsund árið 1928 og var samkvæmt heimildum einnig 1 klukkustund og 56 mínútur á leiðinni. Írena Líf Jónsdóttir er sú eina sem synt hefur fram og tilbaka.
Það sem helst þarf að gæta varúðar á þessu sundi er skipa‐ og bátaumferð. Hafa þarf samband við hafnaryfirvöld fyrir sund til að láta vita af sér og fá leyfi.
Eftirfarandi sundmenn hafa lokið formlegu Viðeyjarsundi:

1. Benedikt G. Waage, 6.9.1914. Tími: 1 klst 56 mín. Sjávarhiti: 10,5°C. Smurður svínafeiti og lýsi.

2. Erlingur Pálsson, 23.8.1925. Tími: 2 klst 40 mín 22 sek. Sjávarhiti: 12°C. Smurður feiti.

3. Ásta Jóhannesdóttir Briem, 5.8.1928. Tími: 1 klst 55 mín 30 sek. Sjávarhiti: 12,5°C. Smurð feiti.

4. Magnús Magnússon, 5.8.1930. Tími: 2 klst. Smurður feiti.

5. Haukur Einarsson, 29.8.1931. Tími: 1 klst 53 mín 40 sek. Sjávarhiti: 12,5°C.

6. Pétur Eiríksson, 12.9.1935. Tími: 1 klst 30 mín. Sjávarhiti: 11°C.

     Pétur Eiríksson, 24.9.1937. Tími: 1 klst 32 mín.

7. Sigurður Runólfsson, 8.9.1941. Tími: 1 klst 45 mín.

8. Eyjólfur Jónsson, synti Viðeyjarsund tíu sinnum á tímabilinu 1951 til 1961.

9. Helga Haraldsdóttir, 28.7.1959. Tími: 1 klst 47 mín. Sjávarhiti: 11°C. Smurð.

10. Guðjón Guðlaugsson, 26.8.1959. Tími:  Sjávarhiti: 8°C. Ósmurður og án sundhettu.

11. Axel Kvaran, 11.8.1960. Tími: 2 klst 10 mín. Sjávarhiti: 12,5°C. Ósmurður.

      Axel Kvaran 11.8.1961. Tími: 2 klst 8 mín. Sjávarhiti: 11°C. Ósmurður.

12. Björn Eisteinn Kristjánsson, 11.8.1960. Tími: 2 klst 11 mín. Sjávarhiti: 12,5°C. Ósmurður.

13. Guðni Sturlaugsson, 14.8.1960. Tími: 2 klst 7 mín. Ósmurður.

14. Guðmundur Þorvaldsson, 14.8.1960. Tími: 2 klst 7 mín. Ósmurður.

15. Halldór Einarsson, 14.8.1960. Tími: 2 klst 7 mín. Ósmurður.

16. Magnús Thorvaldsson, 28.8.1960. Tími: 1 klst 57 mín. Sjávarhiti: 11,8°C. Ósmurður.

17. Kristinn Einarsson, 8.8.1981. Tími: 2 klst 20 mín. Sjávarhiti: 12°C. Ósmurður og án sundhettu.

      Kristinn Einarsson, 7.8.1982. Tími: 2 klst 3 mín. Ósmurður og án sundhettu.

      Kristinn Einarsson 12.8.1994. Tími: 2 klst 2 mín. Sjávarhiti: 12°C. Ósmurður og án sundhettu.

18. Kristinn Magnússon, 4.7.1998. Tími: 1 klst 22 mín. Í neoprene sundskýlu.

       Kristinn Magnússon, 29.7.2000. Tími: Tæpar 2 klst. Sjávarhiti: 12°C. Í neoprene sundskýlu.

       Kristinn Magnússon 13.8.2002. Tími: 1 klst 25 mín. Sjávarhiti: 10°C. Í neoprene sundskýlu.

19. Fylkir Þór Sævarsson, 29.7.2000. Tími: Tæpar 2 klst. Sjávarhiti: 12°C. Í neoprene sundskýlu.

20. Björn Ásgeir Guðmundsson, 29.7.2000. Tími: Tæpar 2 klst. Sjávarhiti: 12°C. Í neoprene sundskýlu.

21. Jóhannes Páll Gunnarsson, 30.8.2003. Tími: 1 klst 7 mín. Smurður ullarfeiti.

22. Ari Gunnarsson, 30.8.2003. Tími: 1 klst 7 mín. Smurður ullarfeiti.

23. Heimir Örn Sveinsson, 31.7.2008. Tími: 1 klst 8 mín 50 sek. Sjávarhiti: 13°C. Í BlueSeventy PointZero 3 keppnisgalla.

       Heimir Örn Sveinsson, 7.20.2009. Tími: 1 klst 1 mín 36 sek. Sjávarhiti: 13°C. Í BlueSeventy PointZero 3 keppnisgalla og með tvær sundhettur, önnur var hitaeinangrandi.

24. Jón Kristinn Þórsson, 1.9.2009. Tími: 2 klst 16 mín. Smurður og með neoprene hettu.

25. Arnþór Davíðsson, 1.9.2009. Tími: 2 klst 16 mín. Smurður og með neoprene hettu.

26. Sigfús Benóný Harðarson, 1.9.2009. Tími: 2 klst 16 mín. Smurður og með neoprene hettu.

27. Hálfdán Freyr Örnólfsson, 19.7.2010. Tími: 1 klst 28 mín. Sjávarhiti: 13°C. Sundskýla og sundhetta.

28. Árni Þór Árnason, 28.7.2010. Tími: 1 klst 26 mín 11 sek. Sjávarhiti: 13°C. Sundskýla og sundhetta.

29. Benedikt Hjartarson, 28.7.2010. Tími: 1 klst 30 mín 23 sek. Sjávarhiti: 13°C. Sundskýla og sundhetta.

30. Þórdís Hrönn Pálsdóttir, 28.7.2010. Tími: 1 klst 22 mín 11 sek. Sjávarhiti: 13°C. TYR keppnisgalli.

31. Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, 12.8.2011. Tími: 1 klst 37 mín. Sjávarhiti: 13,7°C. Hefðbundið bikiní, sundhetta og ósmurð.

32. Ragnheiður Valgarðsdóttir, 12.8.2011. Tími: 2 klst 8 mín. Sjávarhiti: 13,7°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta og ósmurð.

33. Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, 12.8.2011. Tími: 3 klst 2 mín. Sjávarhiti: 13,7°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta og ósmurð.

34. Sigrún Þ. Geirsdóttir, 21.8.2011. Tími: 2 klst 26 mín. Sjávarhiti: 12,4°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta.

35. Kolbrún Karlsdóttir, 21.8.2011. Tími: 2 klst 26 mín. Sjávarhiti: 12,4°C. Hefðbundinn sundbolur, án sundhettu.

36. Sædís Rán Sveinsdóttir, 21.8.2011. Tími: 2 klst 31 mín. Sjávarhiti: 12,4°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta.

37. Írena Líf Jónsdóttir, 9.9.2011. Tími: 1 klst 18 mín 1 sek. Sjávarhiti: 12°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta.

       Írena Líf Jónsdóttir, 29.07.2012. Fram og tilbaka

38. Helena Breiðfjörð Bæringsdóttir, 27.6.2011. Tími: 1 klst 48 mín 28 sek. Sjávarhiti: 10°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta.

39. Georg Garðarsson, 5.7.2012. Tími: 2 klst 27 mín 6 sek. Sjávarhiti: 13,3°C. Hefðbundin sundskýla, sundhetta.

40. Eva Ósk Jónsdóttir, 22.7.2012. Tími: 1 klst 40 mín 58 sek. Sjávarhiti: 15°C. Hefðbundinn sundbolur, sundhetta.

41. Harpa Hrund Berndsen, 16.8.2012. Tími: 2 klst 20 mín. Sjávarhiti: 13,5°C. Hefðbundið bikini og sundhetta, ósmurð.

42. Eygló Halldórsdóttir, 16.8.2012. Tími: 3 klst 2 mín. Sjávarhiti: 13,5°C. Hefðbundinn sundbolur og sundhetta, ósmurð.

43. Jón Kristinn Þórsson, 23.06.2014. Tími 1 klst 55 mín. Sjávarhiti: 12°C. Sundskýla, neophrene hetta og venjuleg sundhetta.

44. Jón Sigurðarson, 01.08.2014.

Share