Yfirheyrslan: Gísli Héðinsson

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar_hmm, við vorum 3 félagar, Axel, Bragi og ég, sem byrjuðum í einhverji geðveiki fyrir 7 árum.  Gæti verið að löggan hafi verið áhrifavaldur.  Fyrst fórum við út á nes en svo leiddist okkur að eyða 2×20 mín. í bíl og synda í 10 mín. og við fórum að fara í Nauthólsvíkina, minni akstur og meira að synda.  Við fengum þó nafnið sundhópurinn meira uppúr en ofaní.  Ég held samt að það hafi bara verið öfund.  Þá hímdum við undir vegg og höfðum fataskipti.  Það er ákveðinn munaður að hafa pottinn eins og nú þó það hafi líka verið sjarmi yfir hinu.  ________________________________________________________________________________

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: Ég á eina góða, bleika og bólstraða, sem Bragi félagi minn gaf mér þegar við syntum fyrst út í Viðey.  Ég held dálítið mikið uppá hana og reyni að nota hana spari.  Hún er líka svona meira vetrar.  Ég er sérstaklega hrifin af alvöru frúar/ömmu sundhettum. _________________________________________________________________________________

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Það eru margir freistandi staðir og það er nánast hvar sem er þar sem kyrrð ríkir og ekki sakar ef hægt er að stinga sér.  Það er þó einn staður sem kemur upp í huga minn, þ.e. Svalvogar fyrir vestan.  Einnig dreymir mig um að stinga mér í Silfru og þá helst þegar fullt af köfurum eru að bagsa við að koma sér í gallana.  Ég sé þetta dálítið myndrænt og ég þá með bleiku sundhettuna mina.________________________________________________________________________________

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Það er nú dálítið erfitt að gera upp á milli þeirra.  Skaftafellsfjaran er svaka skemmtileg, fínar öldur og sjórinn einna heitastur þar á sumrin.  Gjáinn í Þjórsárdal er líka góð fyrir smá bað, gaman að synda þar á móti straumi og stinga sér.  Fúlavík í Staðarsveit (við Kirkjuhólsvitan) eru skemmtilegar sandfjörur og hægt að synda með selunum.  Endalaust að góðum sundsstöðum _________________________________________________________________________________

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Það hefur gefið mér ómælda gleði í góðum félagsskap og síðast en ekki síst stækkað landið umtalsvert sem áhugaverðan stað til að heimsækja og taka nett bað. _________________________________________________________________________________

Stefnir þú á klettinn í sumar?

Svar: Fór á klettinn í hádeginu og gríp öll tækifæri að fara á klettinn.  Að stinga sér eða hoppa er eina leiðinn til að koma sér í vatnið, annað er bara píning. _________________________________________________________________________________

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

Svar: Já, það vona ég.  Vonandi hef ég tækifæri til að taka þátt í Bessastaðasundi.  Hvalfjörðurinn hefur líka lengi verið á stefnuskránni. _________________________________________________________________________________

Er Sjósund smart eða púkó?

Svar:  Það varð smá púkó 2009 og 2010 þegar varla var pláss fyrir auka rass í pottinum en ég vona að það sé komið meira jafnvægi í þetta núna og verði aftur hægt að stunda þetta með smá reisn. _______________________________________________________________________________

Syndari eða syndgari?

Svar:  haa, er munur á þessu? _________________________________________________________________________________

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar  Ég vinn hjá Íslandsbanka og reyni að stunda hana 9-5.  Fjölskyldan fær sinn tíma.  Ég vill meina að ég hafi bara eitt áhugamál sem er útivist en við erum ekki einróma um það á heimilinu.  Áhugamálið vill taka dálítið mikin tíma til sín. _________________________________________________________________________________

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: Hér og nú, sé eiginlega ekki ástæðu til að bíða eftir henni eða velja henni ákveðinn stað.  Því er þó ekki að neita að það er ákveðinn fróunn að vera í krefjandi aðstæðum og finna til mátts og megin að ráða við þær.  Það er líka ágæt tilfinning að sleppa lifandi og í heilu lagi af klettinum. _________________________________________________________________________________

Share