Yfirheyrslan: Lydía Ósk

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Ég ólst upp við sjóinn, sullaði mikið í fjörunni og átti lengi gúmmíbát sem var mikið notaður en þá datt mér ekki í hug að synda í sjónum enda leiksvæðið hálfgert skítaræsi. Þegar ég eignaðist síðan sumarhús við sjóinn var e.h sem kallaði á mig, ég tók mér langan umhugsunarfrest hvort það að stunda sjóböð væri ekki dálítið bilað en um þetta leyti  kynntist ég “crazy hjónunum” Guðrúnu og Jóni og þau sannfærðu mig að þetta væri æði og ég lét mig hafa það. Það vita jú allir hvernig þau eru J  Það tók nokkur skipti að leggjast til sunds en þvílík hetja sem sté síða á land …   ________________________________________________________________________________

 

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Ég á flottustu sundhettu ever!  Dætur mínar gáfu mér eina mjög skrautlega í afmælisgjöf, eina svona   blóma, mig mun ekkert henda með hana. ______________________________________________________________________________

Hvar er draumurinn að synda?

Í tærum sjór þar sem engin er þarinn, þangið eða drullan í fjörunni. Ég vildi gjarnan stunda meiri sjósund við Venezuela þar sem hitastigið er langt yfir núllið. _________________________________________________________________

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

og sundið var þegar ég synti í fyrsta skiptið út í bátinn minn í Leirufirði.  ________________________________________________________________________________

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

ALLT.  Ég finn það núna eftir að hafa ekki farið útí síðan á Nýjársdag hverju ég er að missa af; liðleikann vantar í axlirnar –  húðin orðin eins og hákarlaskrápur og bleika litinn vantar alveg -  mjög mikill skortur á skemmtilegheitum frá skemmtilega pottafókinu  – gæjar á speedo – pæjur með húfur –  kuldinn og síðan hitinn  og og og … Ég gæti talið upp milljón hluti í viðbót. Sem sagt ég sakna ykkar mjög! _________________________________________________________________________________

Stefnir þú á klettinn í sumar?

_Já já, ég er nú svo leiðitöm, ég elti allar Guðrúnur og Kristínu út á klettinn.  ________________________________________________________________________________

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

_Jamm, stefnan er að vera með í öllu skemmtilegu í sumar, svo skulda Guðrúnur mér samferðasund út í Viðey – engin pressa stelpur! _____________________________________________________________________________

Er Sjósund smart eða púkó?

Æi er ekki óttalega púkó að grobba sig af því að synda í ísköldum sjónum en smart að gera það?  _______________________________________________________________________________

Syndari eða syndgari?

____Syndandi syndgari! _____________________________________________________________________________

Hvað ertu að gera þessa dagana?

__Þessa dagana nýt ég þess að vera skíðamamma, skíðaði á Ítalíu um síðustu helgi, í Bláfjöllum þessa viku og svo er það Ísafjörður á helginni, eins og Ísfirðingar segja. __________________________________________________________________________

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Heima þegar mér og mínum líður vel! ______________________________________________________

 

Share