Yfirheyrslan: Jakob Viðar Guðmundsson

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar_Við vorum búin að spá lengi í þetta, en svo var það kunningi okkar, hann Sigurjón sem dró okkur í þetta og eftir það varð ekki aftur snúið.

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar_Svona eins og Hallbjörn er með.

Hvar er draumurinn að synda?

Svar_Hringinn í kring um Súindisey

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar_Bessastaðasundið

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar__Ég hef gert hluti, sem mér óraði ekki fyrir að ég ætti nokkurn tíma eftir að gera. Og síðast en ekki síst, allt þetta frábæra fólk sem ég hef kynnst í gegn um þessa dásamlegu dellu.

Stefnir þú á klettinn í sumar?

Svar_Ég á örugglega eftir að synda fram hjá honum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Er það ekki nóg?___

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

Svar__Já, vonandi geri ég það

Er Sjósund smart eða púkó?

Svar___Örugglega. Meðan ég er með fólki sem mér finnst skemmtilegt og mér líður vel eftir að hafa farið út í, þá skiptir annað ekki máli.

Syndari eða syndgari?

Svar_Syndastur eða syndgastur.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar_Bíða eftir sumrinu.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar____Núna, hérna.

 

Share