Hríseyjarsund.
Hríseyjarsund er haldið á hverju ári um miðjan júlí og er í höndum Ferðamálafélags Hríseyjar.
Vegalengdin í sundinu er um 3.2 km. og er synt úr landi og til eyjarinnar og þegar þangað er komið á að hlaupa í heita pottinn í sundlauginni.
Áríðandi er að fólk skrái sig þegar auglýstar skráningar verða þar sem
útvega þarf báta til að fylgja sundfólkinu.
Ekkert þátttökugjald er í sundið.
Nánari upplýsingar um þetta sund verða settar hér á síðuna þegar nær dregur.
Stjórnin