Stykkishólmur 24-26 júní 2011

Ákveðið hefur verið að endurtaka Stykkishólms hópsundið sem verið hefur síðustu ár.  Að þessu sinni verður farið vestur helgina 24.-26. Júní og synt alla þrjá dagana.

Sjósundsferðin í hólminn verður með svipuðu sniði og í fyrra. Gert er ráð fyrir að gist verði á tjaldstæðinu föstudags og laugardagsnótt. Reynt verður að taka frá tjaldstæði fyrir félaga SJÓR.  Ætlunin er að synda á föstudagskvöldinu frá Búðarnesi klukkan 20:30 síðan farið í sundlaugina til að hita sig upp fyrir kveldið.  Á laugardeginum er flóð klukkan 14:00 og ætlum við þá að synda í kringum Súgandisey og taka laugina á eftir.  Hópurinn mun grilla saman um 18:00 og enda svo á kvöldvöku. Reynum að vera búin að pakka saman á hádegi á sunnudeginum og fara fyrir nes og reyna að taka sund á tveim til þrem stöðum og þar á meðal Hellnum, fer allt eftir veðri- vindum og aðstæðum.

Ákveðið var að hafa ekki stífa dagskrá svo fólk geti skoðað sig um í hólminum því þar er margt að skoða.

Sú sem heldur utan um þessa ferð er Helena Bærings. (Hafmeyja ársins)  Áhugasömum er bent á að spyrja þau stanslaust um þessa fer, og einnig allt annað sem ykkur dettur í hug að spyrja um. .)

Share