Yfirheyrslan: Birna Hrönn Sigurjónsdóttir

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Mig var búið að dreyma um að fara í sjósund í tvö ár áður en af því varð.

Ég var svo heppin að hún Sigrún var að fara og ég fékk að fljóta með henni.

 

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: Mig langar ekki í neina sérstaka, ég er svo ánægð með Lyfju sundhettuna mína. Hinsvegar langar mig mikið í froskalappir á háum hælum

 

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Hmmmm, mig langar að synda Drangeyjarsundið.. og …ÖLL hin sundin.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Stykkishólmur og Hrísey.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Það hefur fært mér óendanlega gleði og góða vini.

Stefnir þú á klettinn í sumar?

Svar: Klárlega…..ég er á fullu að æfa mig fyrir næstu dýfingarkeppni.

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

Svar: Já heldur betur…

Er Sjósund smart eða púkó?

Svar: Það er mjög smart en við gerum nú í því að vera pínu púkó.

Syndari eða syndgari?

Svar: Ég er syndari og jú eflaust syndgari líka.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar: Bíða eftir að sjórinn hitni til að geta synt meira.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: Ég er  nokkuð hamingjusöm almennt, burt séð frá stað og stund.

 

Share