Synt milli mánaða

Síðan á síðasta ári hefur hópur sundfólks mætt á síðasta degi mánaðar kl. 23:45 í Brokey (Hvítu húsin nær flugbrautinni við Nauthólsvík) og farið í sjóinn rétt fyrir og verið í sjónum yfir miðnættið.  Þetta sund höfum við kallað “að synda milli mánaða”  Hægt var að fara í sturtu í Brokey eftir sund.

Nú hefur SJÓR fengið aðgengi að Nauthólsvíkinni til að skipta um föt og fara í sturtu eftir sundið.  Viljum við þakka snillingunum í víkinni fyrir traustið sem þeir sína okkur og vonandi gerir þetta það að verkum að fleiri mæta í þetta skemmtilega sund.

Eins og fyrr var skrifað, mæting síðasta dag mánaðarins kl. 23:45 í Nauthólsvík skemmtum okkur saman.

kv. Stjórnin

Öllum meðlimum SJÓR er boðið í þetta sund.

Share