Yfirheyrslan: Eiríkur Hans

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Ég synti í sjó í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sumarið 1970. Mig hafði lengi langað til að hefja sjósund aftur. Þegar ég frétti af því að verið væri að stofna Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur tók hjarta mitt kipp og ég plataði tvo vinnufélag með mér í Nauthólsvíkina til þess að við gætum kynnt okkur þetta betur. Þetta var 11. janúar 2010. Eftir það var ekki aftur snúið.

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar. Ég eignaðist Orange rauða sundhettu s.l. laugardag. Það var draumurinn.

Hvar er draumurinn að synda?

Svar.: Ég þori nú varla að nefna það, en mig langar til að synda Drangeyjarsund með stórum blöðkum.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn  Svar: Stykkishólmur og Garðskaginn.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar.: Sjósundið hefur gefið mér ómetanlega vellíðan og frábæran vinahóp sem er mér mikils virði.

Stefnir þú á klettinn í sumar? Svar.: Já, tímælalaust.

Ætlar þú að taka þátt í hópsundi í sumar?

Svar.:  Já, það ætla ég að gera. Er ekki styttri útgáfan af Bessastaðasundinu nokkuð góð byrjun?

Er Sjósund smart eða púkó? Svar.: Sjósundið er bara smart.

Syndari eða syndgari? Svar.:  Mér þykir líklegt að ég falli undir hvorutveggja.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar.: Ég er að þjálfa upp þrek og þol, í þeirri von að ekki þurfi að fiska mig upp í Bessastaðasundinu.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar.:  Ég nýt stundarinnar og gæti þess að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi til að hlakka til. Þess vegna er ég hamingjusamur.

 

Share