Ægisíðu sundið (3,8 km.)

Þetta sund byrjar á Ægisíðunni og synt er með sjávarsíðunni 3,8 km. inn í Nauthólsvík.  Það þarf enga báta í þetta sund til að fylgjast með.  Ætlast er til að sundmenn syndi með ströndinni ALLTAF til öryggis svo að stutt sé að synda í land ef þarf að hætta sundi. Meðfram ströndinni er mjög fín göngu/hjóla leið og mun sundfólki verða fylgt eftir þar.

Þeir sem treysta sér ekki í 3,8 km. sundið en langar samt að synda, hafa val um styttri vegalengdir, einnig er hægt að velja um 3,0 km./ 2,0 km/ 1,5 km sund og verður ræst í þau þegar sundmenn úr lengsta sundinu eru að synda hjá.

 

Kv. Stjórnin

 

 

 

 

 

Héðan er lagt af stað í 3,8 km. sundið

Skráning í þetta sund fer fram með því að fylla ÞETTA blað út og senda áfram.

Share