Um félagið

Sjósund og sjóböð í Nauthólsvík

Nú er búið formleg að stofna sjósundsfélag, utan um þennan félagsskap í Nauthólsvíkinni, en félagið heitir „Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur“ og verður lögformlegur aðili, sem hefur það að aðalmarkmiði, að efla og stuðla að betra umhverfi og aðstöðu  sjósunds, sjóbaðs – og fyrir aðra gesti ylstrandarinnar.  Stofnfundurinn var haldinn á veitingastaðnum Rúbín (við hlið Keiluhallarinnar) að loknu Nýárssundinu, 1. janúar 2010

Miðað við þá gífurlegu aukningu sem orðið hefur á sjósundi á Íslandi má vel færa rök fyrir því að efla eigi þessa jaðaríþróttagrein, enda bæði hollt fyrir líkama og sál eins og við þekkjum sem þetta stundum.

Það sem „Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur“ vildi helst sjá til skemmri tíma, er stækkun á heitum potti fyrir framan Þjónustumiðstöðina, en eftir skoðun, þá mætti byrja á því að draga kringlóttan steyptan stokk ofar á ylströndina, enda hefur hann valdið skaða þar sem hann er staðsettur í dag.  ITR hefur tekið vel í þetta, sem fyrsta skref í að bæta við rými fyrir fólk til að komast í heitt vatn eftir að hafa farið í sjóinn.  Sem markmið ætti ekki að vera svo mjög kostnaðarsamt að steypa nýjan pott til að rýma þann mikla fjölda sjósundsgesta.

Vonir okkar standa einnig til að geta sett upp  sauna bað að finnskri fyrirmynd.  Rými sem ekki er nýtt í Þjónustumiðstöðinni, til hægri þegar gengið er inn í andyrið væri tilvalið til að hýsa svona aðstöðu, þetta myndi ennfremur létta á heitum pottunum fyrir utan.  Hugmyndir sjósundsfólks um bætta aðstöðu til skemmri tíma – samantekt!

 • Stækkun pottaaðstöðu
  • Draga steyptan hringlaga pott upp að heitum potti ofar við Þjónustumiðstöðina
  • Byggja nýjan pott
  • Lengja þann gamla

Plássið er klárlega til staðar!

 • Sauna bað að finnskri fyrirmynd
  • Hugmyndin er að nýta ónýtt pláss inni í þjónustumiðstöðinni, þegar gengið er til hægri út frá andyri.  Þar eru tvö klósett fyrir karla og konur sem ekki eru nýtt í dag – það pláss myndi henta vel fyrir Sauna aðstöðu með litlum tilkostnaði.  Með því myndi álagið á pottaaðstöðu fyrir utan minnka/ dreifast.

Samstarf aðila á svæðinu!

 • Fyrst og fremst áframhaldandi gott samstarf við ÍTR
 • Samstarf allra klúbba í Nauthólsvík.  Gott væri ef allir klúbbar á svæðinu gætu sameinast í eflingu þessa svæðis.
 • Samstarf við Háskólann í Reykjavík, samningur við Háskólann um rannsóknir, en sjósund hefur lítið verið rannsakað
 • Samstarf við aðila sem sjá um rekstur Nauthóls veitingahúss
 • Margt fleira á teikniborðinu

Framtíðarplön!

 • Dýpkun við enda grjótgarðs fyrir sjósundfólk til að komast út í sjó með góðum hætti þegar mikil fjara er, en það hefur hingað til þurft að vaða drullu langa vegalengd til að komast á flot.

Hugmyndir af baðaðstöðu eins og er í Malmö í Svíþjóð.

http://www.ribban.com/

Framtíðarsýn „Sjósundsfélagssins“ er að byggja upp alþjóðlega sjósunds og sjóbaðsaðstöðu í Nauthólsvík, sem eftir verður tekið.  Við trúum því að sjósund eigi eftir að verða í auknum mæli alþjóðleg íþrótt og Nauthólsvík geti orðið með aðstöðu í fremstu röð í heiminum til slíkrar iðkunar og til stendur einmitt að kynna formlega stofnun okkar félags til hliðstæðra félaga í nágrannaríkjunum.

Til eru fyrirmyndir af slíkum sjóbaðsstöðum t.d í Malmö í Svíþjóð, en þar hefur verið byggð aðstaða sem gæti verið fyrirmynd okkar í Nauthólsvíkinni.  Hugmyndir eru uppi um að dýpka út af grjótgarðinum við hlið lónssins og gæti verið kjörið að byggja út frá því aðstöðu sem gæti boðið upp á sund í lokaðri aðstöðu jafnt sem fólk gæti synt út á sjó án hindrunar.  Ýmsar aðrar útfærslur gætu verið í þessu sambandi, eins og að nýta Ylstrandar-lónið betur.

Sjá mynd af hliðstæðu mannvirki í Malmö.

F.h „Sjósunds og sjóbaðfélags Reykjavíkur“

Share