Aðalfundur SJÓR 2011

 

Aðalfundur SJÓR verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 19:00 í HR í Nauthólsvík.

Stofa V102 (Betelgaus)

 

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
  3. Umræður um skýrslu og reikninga
  4. Lagabreytingar
    1. Fram eru komnar tillögur að lagabreytingum þannig að eftir breytingar munu eftirfarandi greinar hljóða svo:

1. gr.

Heiti félagsins er Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (Sjó-R)

2. gr.

Heimili félagsins verður það sama og heimili formanns meðan ekki er til félagsheimili.

9. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

11. gr.

Stjórn félagsins skipa 5 menn, þ.e. formaður og fjórir  meðstjórnendur. Formaður skal kosinn sérstaklega.  Stjórnarmenn og formaður skulu kjörnir til tveggja ára í senn sem og tveir varamenn. Stjórnarmenn skulu kosnir tveir og tveir á víxl, þ.e sitthvort árið, þannig er kosið um tvo stjórnarmenn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.  Að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum.

  1. Kosning formanns
  2. Kosning stjórnar
  3. Kosning varastjórnar
  4. Önnur mál

Kveðja
Stjórn SJÓR

Share