Fundargerð SJÓR- Okt-2011

SJÓR – Stjórnarfundur

Fimmtudagur 03.11.2011 kl. 18:00 í Bæjarlind

 

Boðaðir: Benedikt Hjartarson, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist, Guðrún Atladóttir, Árni Georgsson (v), Guðrún Hlín (v).

Mættir: Benedikt Hjartarson, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist, Guðrún Atladóttir, Árni Georgsson (v)

Ritari: Jóhanna Fríða Dalkvist

Fjarverandi (ekki skyldumæting hjá varamönnum (v)): Guðrún Hlín (v)

Dagskrá fundar

 1. Benni býður nýja meðlimi stjórnar velkomna.
 2. Skipa í embætti
  1. Gjaldkeri verður Raggí
  2. Ritari verður Jóhanna
 3. Aðalfundur
  1. Þurfum að fara yfir og einfalda bókhaldslykla – Raggí (og Jóhanna ef vantar aðstoð).
  2. Eigum lénið sjor.is en ekki sjosund.is. Við fáum það hins vegar fljótlega til eignar, munum greiða eitthvað fyrir það.
  3. Fundargerð aðalfundar verður sett á netið – Biggi
  4. ÍTR samstarf
   1.                                           i.    ÍTR hefur ákveðið að byrja að innheimta gjald í Nauthólsvík um næstu áramót, eða í janúar 2012.
    1. Annargjald (haustönn/vorönn) verður 5000 kr.
    2. Ársgjald verður 8000 kr.
    3. Stakur tími verður 500 kr.
    4. Afsláttur fyrir SJÓR-félaga
    5.                                          ii.    SJÓR sækir um styrk í samvinnu við ÍTR til að auka opnun í Nauthólsvík. Styrkurinn er fyrir heilsutengda ferðaþjónustu.
    6.                                         iii.    GuðrúnA stingur upp á að sótt verði um styrk til atvinnuleysistryggingasjóðs og fá þannig starfsmann í Nauthólsvík.
    7.                                         iv.    Sauna hefur verið slegið af í Nauthólsvík en í staðin kemur gufubað og sýndi Benni teikningar af því. Tímasetning er ekki komin á það.
  5. Benni verður áfram í sambandi við ÍTR til að fá allt á hreint, sérstaklega í sambandi við gjaldtökuna, hvaða afslátt við fáum og hvernig framkvæmdin verður í kringum þetta.
 4. Atburðir í nóvember
  1. Hugmyndir að atburðum:
   1.                                           i.    Partý í kafarahúsi
   2.                                          ii.    Ljóðakvöld / Skúffukvöld
   3.                                         iii.    Fræðsla um sjúkdóm Birnu
   4.                                         iv.    Fræðsla um sjávarstrauma
   5.                                          v.    Fræðsla um dauðatíma saurkólígerla
   6.                                         vi.    Skólp-upplýsingar í kringum landið
   7.                                        vii.    Örnólfur Thorlasius – erindi um marglyttur
  2. Ákveðið að hafa Litlu-Jól (pakkar, ljóðakvöld, skúffukvöld???) föstudaginn 25.nóv ef kafarahúsið er laust þá. Hitt þykir hæfa betur sem fræðsla á vorönn, ca. frá mars til maí, þar sem þetta tengist frekar sumarsyndurum. Einnig þarf að finna eitthvað bitastætt með þessu til að fylla 45 mínútna áhugaverðan fyrirlestur um tengd efni.
 5. Biggi ætlar að tala við Kristínu Komplett í Odda til að fá 2012 miða fyrir félagsskírteinin.
Share