Yfirheyrslan: Erla Ólafsdóttir

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Heyrði fallega konu tala um að hún væri að synda í sjónum, ég var fljót að hengja mig á hana. Komið á 3ja ár síðan J

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: draumurinn er að geta synt án sundhettu.

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Í Indlandshafi,  ja eða bara innan um höfrunga við Garðskaga næsta sumar. Svo mun ég synda með höfrungunum mínum við Bahamas í haust.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Akranessjór, en einnig í sólsetri, á fullu tungli,  undir norðurljósum í Gróttur

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Svona fyrir utan að bjarga lífi mínu… gefið mér nýja vídd og góða vini

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Svar: já… að synda með höfrungum við Íslandsstrendur.

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

Svar__Já alltaf.

Er Sjósund smart eða púkó?

Svar: fer eftir því hvernig sundhettu maður er með… yfirleitt  púkó en æði.

Syndari eða syndgari?

Svar__bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar: Njóta barnanna minna, reka skólannminn.. og stundum að hugsa um jólin

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: ofan í sjó og upp á fjöllum, alltaf.

Share