Bessastaðasund

Fimmtudaginn 4.júlí verður hið svokallaða Bessastaðasund synt í fjórða skiptið. Tvær vegalengdir eru í boði 4,5 km og 2,4 km. Þeir sem synda lengri leiðina byrja sundið við Lambhúsatjörn, sunnan við Bessastaði, en þeir sem synda styttri vegalengdina hefja sundið við Ranann á Bessastaðanesinu og synda síðan inn í Nauthólsvík. Á þessari leið geta sundmenn lent í straumum bæði við Bessastaðalónið og eins við Kársnesið. Bátar og kajakar munu fylgja sundmönnum eftir í sundinu og áskilur SJÓR sér rétt til að stöðva sund þeirra sem þeir treysta ekki til að synda eða ná ekki að synda gegnum straumanna. Sundmönnum verður skutlað á upphafstað sundsins frá Nauthólsvík og eru þeir því beðnir að vera mættir tímanlega. Þeir sem ætla lengri vegalengdina verði mættir kl 16:00 og þeir sem ætla styttri vegalengdina mæti kl 16:30. Mikilvægt er að sundmenn séu vel nærðir og hvíldir fyrir sundið. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

Skráning hér.

Share