Fossvogssund seinna

Fimmtudaginn 8.ágúst verður Fossvogssund hið seinna haldið og hefst sundið kl 17:30. Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem langar að prófa að synda yfir voginn til Kópavogs og ef til vill til baka. SJÓR verður með báta og kajaka á leiðinni og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum og leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðinn yfir voginn er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 15 gráður um þetta leitið. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmeginn og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim sama skutlað í land. SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að sé hætt kominn. Mikilvægt er fyrir sundmenn að vera vel nærðir áður en sundið hefst.
Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið.

Share