Skarfavör Akranesi

Sunnudaginn 23.júní kl 13:00 ætlar Sjóbaðsfélag Akraness að efna til sjósunds frá Skarfavör suður af Breiðinni á Akranesi og synda að Merkjaklöpp á Langasandi. Þetta er u.þ.b. 1.7 km löng leið meðfram landi og munu bátar fylgja sundmönnum á leiðinni. Eftir sundið verður farið í sundlaug Akraness. Sundmenn hittast í sundlauginni við Jaðarsbakka kl 12:30, klæða sig í sundföt og síðan verður sameinast í bíla að Skarfavörinni. Eins og fyrir önnur sund er mikilvægt að borða vel áður en sundið hefst.
Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta sem að fylgja fólki alla leið. Við áskiljum okkur rétt til að stöðva sund þeirra sem við teljum að sé hætt komið á sundinu.

Share