Skerjafjörður

Laugardagurinn 27. júlí kl. 11:00. verður efnt til sjósunds yfir Skerjafjörðinn frá Grímsstaðavörinni á Ægisíðu að Eyri á Álftanesi.
Þetta er um 2.2 km löng vegalengd í beinni línu. Þetta er hið svokallaða Skerjafjarðarsund sem Eyjólfur Jónsson sundkappi synti oft.
Þetta sund er fyrir vana sundmenn og sjósundsfólk og er mikilvægt eins og fyrir öll önnur sjósund að koma vel nærður og sofinn til leiks.
Veitt verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 1000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur.
Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið.
SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem taldir eru vera hætt komnir.

Skráning hér.

 

Share