Drangeyjarsund 6,6 km (Grettissund 7,1 km)

Sennilega er Drangeyjarsund (Grettissund 1030) þekktasta sjósund sem synt hefur verið við Íslandsstrendur.

Svo byrjar 75.kafli Grettis sögu:

Býst Grettir nú til sunds og hafði söluvoðarkufl og gyrður í brækur. Hann lét fitja saman fingurna. Veður var gott. Hann fór að áliðnum degi úr eyjunni. Allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn og var straumur með honum en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundið og kom inn til Reykjaness þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að Reykjum og fór í laug því honum var orðið nokkuð kalt. Bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í stofu. Þar var mjög heitt því að eldur hafði verið um kveldið og var lítt rokin stofan. Hann var móður mjög og sofnaði fast. Lá hann þar allt á dag fram.

Skv. þessari frásögn er Grettissundið frá Drangey og landganga við Reykjanes.

Grettissund kallast það sund þegar synt er úr Uppgönguvík í Drangey og yfir á Reykjanes, sem er um 7,1 km, en Drangeyjarsund þegar synt er úr fjöru sunnan til á Drangey, sem er stysta vegalengd úr eyju í land, samtals um 6,6 kílómetrar.

Hér er listi yfir þá sem synt hafa fyrrnefnd sund.

Grettir Ásmundarson synti sundið árið 1030 eftir að hafa smurt sig með fuglafeiti  Einnig er vitað að hann var í einhverjum hlífðarfatnaði (skv. Grettissögu). Lagði hann af stað síðla dags og náði landi er sól var sest.

31.07 1927 Erlingur Pálsson. Drangeyjarsund. Tími 4:24.Sjávarhiti 11°C. Smurður feiti. Hann var í þremur sundbolum. Tveimur ullar sundbolum og einum dúnheldum léreftsbol. Tvær sundhettur. Dúnheldir fingravettlingar en engin sundgleraugu.

28.07 1936 Pétur Eiríksson. Grettissund.Tími 5:19. Sjávarhiti 9°C.  Smurður með 9 kílóum af lanolini. Þá fór hann í ermalausa ullarskyrtu næst sér, síðan í vaxdúksbol þar utan yfir og yst í ullarsundbol sem náði upp í háls og niður á mið læri. Hann klæddist einnig háum sokkum sem saumaðir voru fastir við bolinn. Vaxdúkshettu hafði hann á höfðinu og gúmmíhettu þar utan yfir, hlífðargleraugu og svo hanska á höndum. Auk þessa hafði hann sokkboli á lærum og upphandleggjum.

06.08 1939 Haukur Einarsson frá Miðdal. Grettissund.Tími 3:20. Sjávarhiti 9°C. Smurður feiti og í ullarsamfestingi.

13.07 1957 Eyjólfur Jónsson. Grettissund. Tími 4.45. Ósmurður.

28.06 1959 Eyjólfur Jónsson. Drangeyjarsund.Tími 4:20. Sjávarhiti 7,7°C. Smurður feiti.

03.09.1961 Axel Kvaran. Drangeyjarsund.(Úr landi í Drangey). Tími 3:13. Sjávarhiti 10°. Smurður feiti.

24.08.1994 Kristinn Einarsson. Drangeyjarsund. Tími 5:40. Sjávarhiti 9,2°C. Smurður með Lanolini.

06.08.1998 Kristinn Magnússon. Grettissund. Tími: 2:10. Sjávarhiti 9,7°C. Synti í Neophrene galla.

20.07.2002 Kristinn Magnússon. Drangeyjarsund. Tími 2:30. Sjávarhiti 8°C. Synti ósmurður en í Neophrene sundskýlu.

16.08.08 Benedikt Hjartarson.  Drangeyjarsund. Tími 2:36. Sjávarhiti 10°C. Synti ósmurður.

08.08.09 Heimir Örn Sveinsson. Grettissund.Tími 1:36. Sjávarhiti 11-12°C. Synti í Neophrene galla.

08.08.09 Þorgeir Sigurðsson. Drangeyjarsund. Tími 2:21. Sjávarhiti 11-12°C. Smurður með Lanolini.

08.08.09 Heiða Björk Jóhannsdóttir. Drangeyjarsund. Tími 2:25. Sjávarhiti 11-12°C. Smurð með Lanolini og með teypaða fingur.

08.08.09 Þórdís Hrönn Pálsdóttir. Drangeyjarsund.Tími 2:36. Sjávarhiti 11-12°C. Smurð með Lanolini og með teypaða fingur.

15.08.2009  Benedikt S. Lafleur. Grettissund.  Tími:  3:25. Sjávarhiti 10°C.

15.08.2009  Sarah-Jane Emily Caird. Grettissund. Tími 3:11. Sjávarhiti 10°C.

14.8.2010  Sigurjón Þórðarson. Drangeyjarsund. Tími 2:05. Sjávarhiti 10°C.

14.8.2010  Sarah Jane Caird. Drangeyjarsund. Tími 2:45. Sjávarhiti 10°C.

05.09.2010  Árni Þór Árnason.  Drangeyjarsund. Tími 2:42.  Sjávarhiti 10,5°C.

28.07.2012  Birna Hrönn Sigurjónsdóttir. Drangeyjarsund. Tími 2.27. Sjávarhiti 10°C.

05.08.2012 Benedikt Lafleur. Grettissund. Tími tæpar 5 klst. Sjávarhiti 11-12°C.

28.07.2014 Jón Kristinn Þórsson. Drangeyjarsund. Tími 03:00. Sjávarhiti 10-11°C. Smurður með lanolínblöndu.

 

Þeir sem vilja koma uppl. eða leiðréttingum á framfæri v/Drangeyjarsunds (Grettissunds) sendið póst

Share