Yfirheyrslan: Dagný Finnsdóttir
Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Mig hafði langað til að prufa þetta í þónokkurn tíma, svo sl haust þá heyrði ég af
nokkrum sem voru farin að synda reglulega á Ólafsfirði ,ákvað að hafa samband
og kanna hvort að ég mætti ekki prufa og það er ekki aftur snúð.
Í hvernig sundhettu langar þig mest? Æji er nú ekki mikið fyrir sundhettur.
Hvar er draumurinn að synda? Það er eiginlega engin draumastaður
Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Er nú svo mikill nýgræðingur í þessu, ég hef bara synt á Ólafsfirði og á Siglufirði
Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Ekkert nema gott. Þetta er svo hrikalega hressandi og kætandi. Og frábært félagsskapur.
Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Já stefnan er í sumar að synda yfir bæði Siglufjörð og Ólafsfjörð
Er sjósund smart eða púkó? Ótrúlega smart
Syndari eða syndgari? Ætli ég sé ekki bara bæði
Hvað ertu að gera þessa dagana? Bíða eftir sumrinu.
Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur? Ég nýt stundarinnar og gæti þess að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gera . Eintóm hamingja á þessum bæ
Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér? Nei engar
Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Höfrungur
Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta? Á eftir að synda þar svo ég verð að segja pass við þessari spurningnu
Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín? þokkaleg
Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum? Pass
Kók eða Pepsí? Hvortugt, drekk ekki svart gos
Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Já það geri ég.
Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Humarinn hefur alltaf verið í uppáhaldi en laxinn er að koma sterkur inn.
Æfir þú aðrar íþróttir? Já ég spila blak, strandblak og golf, auk þessa að sprikla í ræktinni af og til
Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff? Nei ég held að ég sleppi þeim