Skráning í sund til Viðeyjar

Skráning

  • SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar föstudaginn 23. ágúst. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðvelt er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

    SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að sé hætt kominn.


    Gerð er sú krafa að allir sundmenn syndi með sundhettur, helst í skærum lit.


    Posi verður ekki á staðnum svo fólki sem ekki er í félaginu er bent á að koma með þúsund krónur á staðinn. Greiða skal áður en sundið hefst. Krafa er gerð um að þáttakendur hafi synt í það minnsta eitt Fossvogssund áður (1200m) eða hafi sambærilega reynslu af sjósund.


  • View Larger Map
 
Share