Fossvogssund

Þegar talað er um Fossvogssund er verið að tala um að synda yfir í Kópavoginn frá Ylströndinni og/eða til baka.

Yfirleitt er synt frá Ylströndinni og synt til baka úr Kópavogi, eða teknir upp í báta þar og sylgt með til baka.

Eins og sést á myndinni þá eru þetta núna 500 metrar á fjöru og bætast nokkrir tugir metra við þegar flóð er.

Þegar SJÓR er með þetta sund þá fylgja nokkrir bátar sundhópnum yfir og til baka og alltaf er hægt að rétta upp hendina og þá kemur bátur og tekur þig upp. Þetta gerir það að verkum að sundið verður hættuminna.  En til að sundið sé framkvæmt þá þarf að vera gott sjólag og ekki mikill vindur.

Share