Ráðleggingar til sjósundsfólks

1. Syntu aldrei ein/nn. Vertu ávallt með félaga með þér.

2. Fylgstu með þeim sem þú syndir með. Talist reglulega
við til að fylgjast með líðan og meðvitund.

3. Varastu að synda langt frá landi. Syntu meðfram ströndinni af

öryggisástæðum. Straumar geta verið viðsjárverðir.

4. Óvanir ættu að vera skamma stund í sjónum í fyrstu skipti og
vera aðeins með vönu sjósundsfólki.

5. Kynntu þér staðarhætti vel áður en farið er út í.

6. Köld húð er auðsærð og þess vegna er rétt að gæta varúðar þegar

komið er úr sjónum.

7. Syntu helst í dagsbirtu svo þú sért sýnilegir. Ef um kvöldsund er
að ræða er mikilvægt að vera nálægt landi því erfitt er að greina
sundmenn sem komnir eru frá landi.

8. Ráðlegt er að nota sundhettu í áberandi litum.

9. Gott er að nýta sér heitan pott og sturtu Ylstrandar.

Hlustaðu á skilaboð líkamans.
Við ofkælingu leitið til starfsmanna Ylstrandar eða hringið í Neyðarlínu 112.

Share