Marglittur, hvað skal gera!

Ég hef verið spurður að því hvað á að gera gegn marglittu. Jafnvel þó ekki hafi margir reynslu að því hér á landi að verða fyrir óþægindum hennar vegna þá hangir alltaf þessi hræðsla yfir  okkur
Þau ráð sem ég hef frá sundfélögum mínum erlendis eru þessi.
Ef um er að ræða stungur skal reyna að fjarlægja broddinn eða broddana. (Hef bara einu sinni séð marglittur með brodda hér sunnanlands).
Forðast ferskt vatn það getur aukið eituráhrifin á líkamann.
Hreinsa svæðið með sótthreinsispritti, ammoníumblöndu, ediki, eða úrani.? Einnig er gott að setja á það kalda kjötsneið eða blöndu af matarsóta og vatni.
Ef vart verður við minnstu ofnæmisvirkni eins og ofsakláða og eða öndunarörðuleika skal leita læknis.
Sjálfur hef ég oft snert marglittu. Einu sinni verið stunginn af henni í Ermarsundi en aldrei fundið fyrir óþægindum vegna þess.
Benedikt Hjartarson

Share