Búnaður sem fylgdarbátur þarf að hafa.

Búnaður sem fylgdarbátur þarf að hafa

a)     Alpha flagg. Það þýðir að kafari sé niðri eða sundmaður er í sjónum. Þessi fáni á að vera blaktandi frá þeirri stundu þegar sundmaður fer í sjóinn og það skal tekið upp um leið og sundi er lokið.

b)    Teppi eða stórt handklæði. Til að umvefja sundmann eftir sund.

c)     Skyndihjálpartösku. Teppi eða stóran plastpoka. Þessir hlutir eru til notkunar ef um skjálfta er að ræða til að koma í veg fyrir að viðkomandi verði fyrir minnstu  ofkælingu.

d)    Björgunarbelti /bauja/ kasthring. Þetta skal vera fast við bátinn með línu í hæfilegri lengd til að henda til sundmanns í neyð eða til að draga hann að bátnum eða næstu strönd

e)     Flautu og blys þegar verið er á sjó.  Notað til merkjagjafa í neyðartilvikum. Flautan notuð þannig að blásið er með löngum blæstri og stuttum hléum á milli og Alpha fánanum veifað kröftuglega samtímis. Blysið skal eingöngu notað þegar þörf er á aðstoð Strandgæslu.

f)      Vasaljós. Mælt er með tveimur vasaljós til nota í myrkri með nýjum og góðum batteríum.

g)     Ljósastykki. Til notkunar þegar farið er að skyggja. Það er fest á bak sundmanns og á sundhettuna. Nú er einnig hægt að nota díóðuljós.

h)    Áttaviti. Siglingartæki Sérstaklega notuð þegar skyggja fer þegar landamerki eru ekki sérlega greinileg.

i)       Úr. Til að tímasetja sundið og til að athuga sundtök sundmanns sem getur gefið snemma til kynna ef hann er að fá forstigseinkenni ofkólnunar.

Share