Stofnfundur sjóbaðsfélags Akranes

October 27, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn 30. október verður stofnfundur sjóbaðsfélags Akraness. Í tilefni af því að nú í október eru 100 ár liðin frá fyrstu sundkeppni sem haldin var á Akranesi ætla nokkrir sprækir sjóbaðsmenn að synda í Lambhúsasundi fyrir neðan Bíóhöllina kl. 12 sunnudaginn 30. október og minnast þannig frumkvöðlanna. Mæting í Jaðarsbakkalaug kl 11:30 og þaðan verður tekin strætó að Lambhúsasundi og aftur til baka um kl 13:00 á stofnfund Sjóbaðsfélags Akraness. Hægt verður að ylja sér í lok sjósunds í körum sem búið er að koma fyrir við fjöruna. Gaman væri ef hægt væri að fjölmenna í þetta sund og er öllum velkomið að taka þátt.

Share

Heimsókn upp á Akranes

September 18, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Sjósundsfélagið fór í heimsókn upp á Akranes í boði Haraldur Sturlaugssonar. Skagamenn eru að koma upp frábærri aðstöðu fyrir sjósundsfólk fyrir neðan knattspyrnustúkuna og stutt er þaðan niður í fjöru og eins upp í sundlaug. Langisandur tók á móti okkur með frábæru veðri og flottum sjó, fullum af öldum. Hópurinn lék sér heillengi í öldunum og hefur sjaldan verið hlegið meira í sjósundi. Eftir sjósundið var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa, kaffi og kökur við nýju aðstöðuna. Haraldur fræddi okkur um fyrirhugaðar framkvæmdir en ætluninn er að setja upp bæði heitan pott og útisturtur. En það er ekki bara hægt að synda á Langasandi. við skoðuðum líka Skarfavör við Akranesvita en þaðan er hægt að synda í átt að Langasandi. Eins skoðuðum við Lamhúsavör bak við bíóhöllina, fallega vík sem gott er að synda í. Að lokum var okkur boðið að skoða einstakt safn um Akranes og fjölskyldu Haraldar sem hann er búin að koma fyrir í kjallara Haraldarhúss. Rúmlega 50 manns koma með okkur í þessa frábæru ferð og nutu gestrisni og veitingar í fallegu haustveðri.

Share

Yndisferð upp á Skaga

May 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Sjósund- og sjóbaðsgarpar af öllum stærðum og gerðum mættu á Olísstöðina í Mosfellsbæ laugardaginn 14. maí, sameinast var í bíla þar sem það átti við og haldið af stað á vit nýrra sundævintýra. Við rötuðum upp á Akranes en ekki eins vel um bæinn, Langisandur fannst að lokum og mikil tilhlökkun að komast í sjóinn, fallegur útselur synti með okkur um stund. Akurnesingar eru með þessar flottu útisturtur volgar í fjöruborðinu sem biðu okkar að afloknum ljúfum sundspretti í öldugangi. Það var stutt frá sundstaðnum í sundlaugina og völdu sumir að ganga. Fín sundaðstaða með skemmtilegri rennibraut, við prófuðum alla heitu pottana en rennibrautin vakti mesta lukku.  Ýmsar aðferðir voru prófaðar til að renna sér og sumar örlítið glannalegri en reglugerðir leyfðu sem varð til þess að sundlaugarvörður sá ástæðu til gefa okkur tiltal. Eftir allt buslið var fólkið svangt og fórum við niður á verslunargötuna til að gæða okkur á palentínskum veitingum sem voru svo pólskar á endanum. Frábær ferð með skemmtilegum ferðafélögum, hlökkum til næstu ferðar ég held að það sé ekki spurning. Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast nýju fólki og kærleikur og kátína sem maður finnur úr heimavíkinni fylgir alltaf með í ferðum.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin :-)

Share