Bessastaðasundi lokið

July 21, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Hinu árlega Bessastaðasundi er lokið og kláruðu flestir sem það hófu. Óvæntir hlutir gerðust í þessu sundi. Fyrst biluðu bátar og voru því færri bátar til fylgdar en ráð var fyrir gert. Ein stúlka slæddist með í ferðina fyrir röð af tilviljunum. Sú hafði aldrei áður farið í sjóinn en kláraði sundið með glæsibrag. Er það von mín að hún segi okkur sögu sína hér því hún er skemmtileg.
Takk fyrir samfylgdina.
Stjórn SJÓR vill þakka þeim sem gerðu þessa ferð mögulega. Óttari frá Siglunesi og hans fólki, Benna kafara, Vífilfelli fyrir drykkinn og síðast en ekki síst þeim fjórum ræðurum sem fylgdu. Án ræðarana hefði sundið verið ógjörningur.

Share

Bessastaðasundið / Verðlaunapeningar

July 19, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðasundið er í dag 19. júlí.
Tvær vegalengdir eru í boði
Fullt Bessastaðasund 4.5 km. Gullverðlaun
Hálft Bessastaðasund 2,4 km. Silfurverðlaun
Skráning á staðnum Sjá nánar Bessastaðasund hér við hliðina.

Share

Bessastaðarsundi lokið í góðu veðri.

July 22, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

13 manns mættu í 4,5 km. Bessastaðarsundið og 24 í 2,4 km. sundið.  Allir komu þeir aftur og enginn þeirra… týndi sundbol/skýlu.

Veður var gott í alla staði en straumar léku okkur grátt fyrri part leiðar sem gerði það að verkum að þeir sem fóru 2,4 km. lentu í miklum mótstraum við Kársnesið en þeir sem fóru 4,5 km. lentu í MJÖG miklum straum bæði við Bessastaðarlónið og einnig við Kársnesið.  Tímaramminn var einnig knappur vegna opnunar í Nauthólsvík og eiga snillingarnir sem þar vinna og í Siglunesi heiður og lof skilið fyrir skilning og hjálpsemi við sundfólkið.  Teygðu opnunina eins og þau gátu svo hægt væri að hlýja sér.

Þetta er í annað sinn sem Bessastaðarsundið er haldið með þessum hætti og gekk þetta að mestu vel, hinsvegar voru hlutir sem betur máttu fara og munum við læra af því.

Veittar voru viðurkenningar fyrir báðar vegalengdir og ef einhverjir voru skildir útundan þá endilega hafið samband við okkur og fáið hjá okkur Fálkaorðu. (eða þannig)

Með sundkveðju,,,,, Stjórn SJÓR

Share

Bessastaðarsundið í máli og myndum.

July 22, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Bessastaðarsundið var þreytt í kveld.  Sjö garpar tóku þátt í 4,5 km leiðinni og 22 syntu 2,4 kílómetrana.

IMG_1909

Mótstraumur var mestalla leið en vindurinn í bakið svo aðstæður voru fínar. Sjórinn var misheitur, heitur á grinningunum og kólnaði í miðjum vogunum. Flestir syntu sínar vegalengdir. SJÓR sæmdi alla þátttakendur verðlaunapening með vegalengdunum árituðum. Strákarnir af Ylströndinni sáu um að fylgjast með sundinu og ferja sundfólk á byrjunarstaði.  Þeir stóðu sig með miklum ágætum eins og alltaf og eiga þeir mikið hrós fyrir alla hjálpina og öryggið sem þeir sveipa þessi sund okkar, án þeirra væri þetta ekki hægt.

Stjórn SJÓR vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábært sund og æðislegan liðsanda sem einkennir félagsmenn og alla aðra sem hjálpuðu til við framkvæmd sundsins.

Eins og alltaf eru myndirnar komnar inn í myndaalbúmið okkar góða

Share