Vetrarfagn 24. október.

October 19, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi mánudag, 24. október, ætlum við að fagna vetri og hratt kólnandi sæ með sjálfsköpuðu hlaðborði. Allir sem vilja koma með eitthvað gómsætt á sameiginlegt hlaðborð og síðan snæðum við saman í pottinum eftir góðan sundsprett eða sjóbað.

Share

Sjór – partý

September 20, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Alvöru partý verður haldið laugardagskvöldið 1. október nk. fyrir meðlimi sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur. Nú er bara að minnka dressið og mæta. Boðið verður upp á sjósund og sturtu kl 20 fyrir þá sem þurfa að kæla sig niður. Auk þess mun gamall draumur margra rætast því “bara” þetta kvöld verða strákarnir í stelpuklefanum og stelpurnar í strákaklefanum.

Share

Félagsfréttir- febrúar 2010

February 22, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 
Kæru Sjóhetjur,
 
Meðfylgjandi er reikningsnúmer fyrir félagsgjöldum fyrir þetta ár.  Við byrjum á að senda þetta svona til að spara okkur umsýslukostnað í bankanum, vonum að fólk taki því vel.
 
Bankaupplýsingar:
 
BYR Sparisjóður
1175-26-66011
Kt 660110-0460
Kr. 3.500.-
(Sendið kvittun á sjosund@sjosund.is)
 
 
Við í stjórninni höfum ekki setið auðum höndum og mjög margt er í farvatninu og má segja frá nokkrum þeirra líttillega hér að neðan:
 
·         Viðræður eru í gangi við ÍTR um bætta aðstöðu í Nauthólsvík.
·         Skipulagning og uppsetning heimasíðu, yfir 2.300 heimsóknir á síðuna síðan við byrjuðum.
·         Skipulagning fyrirlestra er í farvatninu og fyrsti fyrirlesturinn um „ofkólnun“ tókst glimrandi vel –           110   manns sáu sér fært að mæta í HR í síðustu viku.
·         Viðræður við ýmsa styrktaraðila hafa átt sér stað.  Það má upplýsa að Vífilfell ætlar að styrkja okkur  með Powerade í sumar og viðræður standa yfir við aðra styrktaraðila.
·         Öryggismál hafa verið í skoðun og var fyrirlesturinn í HR liður í því að efla það.
·         Bátamál eru  í skoðun, bæði í tengslum við öryggismál og þegar einhver sund eru í gangi. Eins og t.d Kópavogssund, Viðeyjarsund og Íslandsmótið í sjósundi og fleira.
·         Skipulag ýmissa atburða eru á góðu róli.   Við erum að skoða Viðeyjarsund, Fossvogssund, sundi út í Hrísey, Sund milli Grímseyjar og Drangsness á Ströndum, sundi yfir Eyjafjörðinn og ýmsa smávægilegar uppákomur á vegum félagssins og í tengslum við ÍTR
·         Verið er að semja við veitingafólkið sem sjá um veitingareksturinn á Nauthól og HR.  Við komum til
með að kynna það með myndarlegum hætti síðar.
.         Búið er að koma stofnskýrteinum til flestra stofnfélaga, en Benni er með þau skjöl sem eftir eru og mætir með þau í Nauthólsvíkina reglulega. Prentsmiðjan Oddi prentaði þau fyrir okkur að kostnaðarlausu og þökkum við þeim kærlega fyrir frábæran stuðning við félagið okkar.
 
          Nú eru einungis liðnir 2 mánuðir frá því félagið var stofnað, en við látum ykkur vita um framvindu mála jafnóðum. Eins ef fólk vill fylgjast með, þá koma allar fréttir inn á www.sjosund.is
 
          Eins má benda á, að ef fólki fýsir að vita eitthvað, þá er bara að hafa samband.
 
           Kærar kveðjur frá öllum í stjórninni.
 
 
           Árni Þór Árnason, varaformaður SJÓR
 
Share