Fossvogssund hið síðara-2011

August 11, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Um 130 manns syntu Fossvogssund hið síðara með SJÓR í brakandi blíðu.  Allt gekk að óskum og allir í góðu skapi.

Myndir komnar í myndasafnið okkar góða og viljum við þakka honum Árna Alberts fyrir góðar myndatökur í þessu sundi.  Allir fengu Powerade frá Vífilfelli til að hressa sig við. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að setja videovélina okkar af stað í öðrum enda pottsins og leyfa fólki að tjá sig að vild, og slökkvaá vélinni í hinum endanum.  Þetta er ÓKLIPPT og ferlega fyndið. Afraksturinn er að finna hér.

img_5998Nú er bara eitt sund eftir á vegum SJÓR og það er Viðeyjarsundið sem á að verða 19. ágúst.  Vonandi veður veður jafn gott þá og var í síðasta sundi.

kv. Stjórnin

Share

Fossvogssund hið síðara

August 9, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Nú verður haldið Fossvogssund hið síðara.  Synt er yfir í Kópavog og til baka eins og alltaf.  Sjórinn er funheitur og veðrið er gott svo aðstæður verða hinar ákjósanlegustu til hópsunds.  Allar upplýsingar um sundið eru hér.

Lagt verður af stað kl. 17:30 og okkur verður fylgt eftir á bátum.

kv. Stjórnin.

 

Share

Video úr Fossvogssundi sem Eiríkur á Skriðu tók

July 12, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Fossvogssund vel sótt af sjó-unnendum

August 9, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Fossvogssund hið síðara var haldið í kvöld mánud. 8. ágúst og er áætlað að 140 manns hafi tekið þátt í því í þetta sinn.  Veðrið var gott, skýjað, heitt og lítill vindur.  Ylstrandarsnillingarnir okkar sáu um öryggismálin eins og áður og gekk allt eins og best verður á kosið.

IMG_2114Þegar sundkapparnir komu svo upp úr sjónum fengu allir flösku af Lýsi þar sem Lýsi er styrktaraðili þessa sunds.

Einnig fengu allir Powerade að drekka.

Myndirnar eru komnar í myndagalleríið okkar.

Einnig voru að koma inn myndir sem teknar voru þegar hópur frá SJÓR fór norður á Drangsnes til að synda Grímseyjarsund

Share

Fossvogssund í boði Lýsis

August 8, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Lýsi er styrktaraðlili Fossvogssunds að þessu sinni.

Share

Fossvogssundið gekk eins og best verður kosið.

July 9, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_1739

Afstaðið er fyrsta Fossvogssundið í sumar, LYFJU Fossvogssundið. Veðurskilyrði voru ekki eins og best verður á kosið en samt vel viðunandi. Ótrúlegur fjöldi tók þátt í þessu sundi eða um 150 manns. Frábært að fá að vera með í því að gera drauma margra að veruleika. Markmiðið að komast yfir Fossvoginn náðist og ný viðmið voru sett. Þessi glöðu andlit sem maður mætti í sjónum og þegar á land kom, sumir þ.ó kaldir og með sjóriðu, verða okkur hvatning til áframhaldandi sundatburða. Viðeyjarsund, Skarfaklettssund, Hríseyjarsund, Grímseyjarsund, Skeljarfjarðarsund, Miklavatnssund og öll hin sem á eftir koma.

Fyrir sundið afhenti Þorgerður frá LYFJU okkur félagsfánann okkar sem LYFJA gefur okkur en hann var hannaður af Bigga 5tindi. Langar okkur í stjórn SJÓR til að þakka LYFJU fyrir fánann og fyrir samstarfið við að bæta heilsu landans með sjósundi og sjóböðum. Einnig ber okkur að þakka þessu frábæra starfsfólki og stjórnendum í Nauthólsvíkinni sem enn og aftur eru okkur innan handar með alla hluti. Ekki má geyma Vífilfelli fyrir POWER AID sem var í boði fyrir alla sundmenn.

Fegurð , Félagsskapur, Gætni

Bennih

Myndir komnar í galleríið

Share

Fossvogssund 7. júlí

July 2, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Núna á miðvikudaginn 7. júlí er næsta  hópsund sumarsins sem haldið er af SJÓR

Þá verður synt yfir Fossvoginn og til baka aftur.  Nokkrir bátar verða með í för til öryggis og ættu því allir að geta tekið þátt.  Áætlað er að byrja sundið kl. 17:30  Nánari uppl. um sundið eru hér

Þegar sundinu lýkur er gott að fara í pottinn og hita sig upp.

Útvarsstöðin KANINN  mun síðan grilla pylsur ofan í sundgarpa dagsins eftir þörfum.

Share