Félagsfréttir- febrúar 2010

February 22, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 
Kæru Sjóhetjur,
 
Meðfylgjandi er reikningsnúmer fyrir félagsgjöldum fyrir þetta ár.  Við byrjum á að senda þetta svona til að spara okkur umsýslukostnað í bankanum, vonum að fólk taki því vel.
 
Bankaupplýsingar:
 
BYR Sparisjóður
1175-26-66011
Kt 660110-0460
Kr. 3.500.-
(Sendið kvittun á sjosund@sjosund.is)
 
 
Við í stjórninni höfum ekki setið auðum höndum og mjög margt er í farvatninu og má segja frá nokkrum þeirra líttillega hér að neðan:
 
·         Viðræður eru í gangi við ÍTR um bætta aðstöðu í Nauthólsvík.
·         Skipulagning og uppsetning heimasíðu, yfir 2.300 heimsóknir á síðuna síðan við byrjuðum.
·         Skipulagning fyrirlestra er í farvatninu og fyrsti fyrirlesturinn um „ofkólnun“ tókst glimrandi vel –           110   manns sáu sér fært að mæta í HR í síðustu viku.
·         Viðræður við ýmsa styrktaraðila hafa átt sér stað.  Það má upplýsa að Vífilfell ætlar að styrkja okkur  með Powerade í sumar og viðræður standa yfir við aðra styrktaraðila.
·         Öryggismál hafa verið í skoðun og var fyrirlesturinn í HR liður í því að efla það.
·         Bátamál eru  í skoðun, bæði í tengslum við öryggismál og þegar einhver sund eru í gangi. Eins og t.d Kópavogssund, Viðeyjarsund og Íslandsmótið í sjósundi og fleira.
·         Skipulag ýmissa atburða eru á góðu róli.   Við erum að skoða Viðeyjarsund, Fossvogssund, sundi út í Hrísey, Sund milli Grímseyjar og Drangsness á Ströndum, sundi yfir Eyjafjörðinn og ýmsa smávægilegar uppákomur á vegum félagssins og í tengslum við ÍTR
·         Verið er að semja við veitingafólkið sem sjá um veitingareksturinn á Nauthól og HR.  Við komum til
með að kynna það með myndarlegum hætti síðar.
.         Búið er að koma stofnskýrteinum til flestra stofnfélaga, en Benni er með þau skjöl sem eftir eru og mætir með þau í Nauthólsvíkina reglulega. Prentsmiðjan Oddi prentaði þau fyrir okkur að kostnaðarlausu og þökkum við þeim kærlega fyrir frábæran stuðning við félagið okkar.
 
          Nú eru einungis liðnir 2 mánuðir frá því félagið var stofnað, en við látum ykkur vita um framvindu mála jafnóðum. Eins ef fólk vill fylgjast með, þá koma allar fréttir inn á www.sjosund.is
 
          Eins má benda á, að ef fólki fýsir að vita eitthvað, þá er bara að hafa samband.
 
           Kærar kveðjur frá öllum í stjórninni.
 
 
           Árni Þór Árnason, varaformaður SJÓR
 
Share

Myndir af fræðslukvöldi um ofkólnun og fleira.

February 19, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Myndir af fræðslukvöldinu góða um ofkælingu eru komnar inn. Þess má geta að það mættu um 100 manns sem er framar öllum væntingum. Farið í “Myndaalbúm” flipann og veljið þar viðeigandi albúm.

Fyrirlestrarnir sjálfir eru undir “Fréttir, fræðsla og fleira” og þar þarf að velja “Fréttir”. Á þeim lista eru báðir fyrirlestrarnir á powerpoint formi.

Breytingar á síðunni:  ”Heiti potturinn” er kominn hægra megin á síðuna.

Til að skrá sig í félagið er farið í “Um félagið” og neðsti flipinn valinn, nú þarf bara að fylla í reitina og ýta á “Senda”

Allar tillögur að breytingum á síðunni vel þegnar og sendist á birgir@sjosund.is

Share

Fræðslukvöld um ofkólnun

February 15, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 19:15 til 20:30 mun SJÓR í samstarfi við SSÍ halda fræðslukvöld um ofkólnun og viðbrögð við henni. Fræðslukvöldið fer fram í HR við Nauthólsvík, fyrirlestrarsalnum Betelgás, stofu V1.02.

Fyrirlesarar verða: Dr. Þórarinn Sveinsson lífeðlisfræðingur, Ófeigur Þorgeirsson læknir og sjósundmaður og sjósundsfélagar okkar þeir Heimir Örn Sveinsson og Árni Þór Árnason.

Dagskráin verður sem hér segir:
1. Setning fundarins. Benedikt Hjartarson formaður SJÓR
2. Upplifun ofkælingar. Heimir Örn Sveinsson
3. Að koma að manneskju í kæliástandi. Árni Þór Árnason
4. Líffræðilegar útskýringar á ofkólnun. Dr. Þórarinn Sveinsson
5. Hvernig hlúa skal að persónu í ofkólnunarástandi. Ófeigur Þorgeirsson

Ekki þarf að minna á mikilvægi þess að við sjáum okkur öll sem eitt fært á að mæta á svo mikilvægan fræðslufund sem þennan. Við vitum aldrei hvenær óhöppin verða og fyrstu viðbrögð eru ætíð mikilvægust. Við hvetjum ykkur öll til að eiga með okkur fræðandi og skemmtilega kvöldstund sem vonandi gerir okkur öll öruggari í sjónum.

Frítt er á fræðslukvöldið og veitingar verða í boði SJÓR.

Share

Skjöl fyrir stofnfélaga SJÓR tilbúin til afhendingar.

February 8, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Nú eru stofnfélagaskjölin tilbúin til afhendingar fyrir stofnfélaga SJÓR.

Benni formaður byrjaði í dag að afhenda þeim félögum SJÓR, sem skráðu sig sem stofnfélaga, skjöl upp á það og verður haldið áfram að afhenda þau næstu opnunardaga.

Við viljum minna á fyrirlesturinn um ofkælingu sem verður haldinn eftir nokkra daga í húsnæði HR. Þar verður farið yfir mjög mikilvægar upplýsingar fyrir okkur öll sem stundum sjósund og sjóböð.

Stjórnin

Share

Myndir úr síðasta millimánaðasundi .)

February 2, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Vaskur hópur sjósundsgarpa mætti síðasta dag janúarmánaðar kl. 23:45 og gerði sig kláran til að synda milli mánaða.

Það fer þannig fram að rétt fyrir mánaðamót (rétt fyrir miðnætti) fara allir út í sjó og synda í nokkrar mínútur eða fram yfir mánaðamótin.

Að þessu sinni mættu ellefu manns og eru myndirnar komnar í myndaalbúmið.

Við hlökkum til að sjá fleiri næst. Hægt er að fara í sturtu í Brokey eftir sundið.

Takk fyrir kvöldið.

Share

Fyrirlestur um ofkólnun

February 1, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 19:15-20:30, mun SJÓR í samstarfi við sjósundnefnd Sundsambands Íslands halda mikilvægan fyrirlestur um ofkólnun.

Fyrirlesturinn fer fram í HR við Nauthólsvík, fyrirlestrarsalnum Betelgás, stofu V1.02, sjá leiðarlýsingu á mynd.

Þar munum við heyra um reynslu af ofkólnun, um aðkomu að ofkólnun, um ofkólnun vs. hjarta og æðakerfi, um rannsóknir og um fyrstu viðbrögð.

Það er mikið öryggisatriði að sem flest sjósundsfólk fræðist um þetta. Við vitum aldrei hvenær óhöppin verða og fyrstu viðbrögð eru mikilvægust. Við hvetjum sem flesta til að mæta, það gerir okkur öll öruggari í sjónum.

Share

Líkamsbygging sjósundsfólks

January 26, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Uncategorized 

Á liðnum árum hef ég velt því fyrir mér hvaða líkamsbygging henti sjósundi best. Hef reyndar oft verið spurður að því. Ég hef fylgst með umræðu á netinu en ég veit ekki til að neinar rannsóknir hafi verið gerðar. Það virðist þó vera nokkuð samdóma álit þeirra sem hafa tjáð sig um það og vit þykjast hafa á, að kassalaga fólk eigi auðveldast með að samlagast kuldanum í sjónum, þ. e stutt og þrekið. Alison Streeter, fræknasti sjósundmaður heims (kona), hefur þannig líkamsbyggingu.

Á myndinni má sjá Alison Streeter gefa undirrituðum góð ráð áður en hann lagði í Ermarsundið.

Flestir telja að hæfilegt fitulag sé til bóta en að háir og mjóir sundmenn kólni hraðar og þá í gegnum langa hand- og fótleggi.
Þeir fljótustu til að synda Ermarsundið hafa verið grannir og háir. Þeir hafa þá náð upp miklum hraða og brennslu í líkamanum og þeirra fljótastur er Petar Stoychev.

(Petar Stoychev er á myndinni hér til vinstri)

Það kemur vel heim og saman við okkar hraðsyntasta sjósundmann, Heimir Örn. Hann og Petar eru nákvæmlega jafn háir og jafn þungir. Við getum horft spennt til framtíðar hvað Heimi varðar. Hann á eftir að gera það gott í sjósundinu.

(Heimir Örn er á myndinni hér til vinstri)

Hvað með eigin reynslu? Undanfarið hef ég lést töluvert. Það hefur haft þau áhrif í þessum kalda sjó, kringum 0 gráðurnar, sem hefur verið undanfarið, að mér finnst ég þola hann betur en hef þó einungis prófað styttri sund. Hvort það er æðakerfið sem ræður betur við kuldann eða eitthvað annað er ekki gott að segja.

Það er því augljóst að það er ekki auðvelt að segja til um það hvað hentar og hvað ekki, þetta er allt í kollinum á hverjum og einum.

Sjósund er: Fegurðin, félagskapurinn og gætnin.

Benedikt Hjartarson, formaður SJÓR

Share

Sjónvarpsviðtal við Benna og Árna á sjónvarpsstöðinni INNTV 14.01

January 18, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Benni og Árni Þór mættu í viðtal á sjónvarpsstöðinni INN-TV 14.01 og og ræddu þeir um sjósund og félagið okkar út frá mörgum hliðum.  Einkar skemmtilegt viðtal við þá kappa.  Hér er linkur á viðtalið, njótið vel

Share