Kjalarnes leiðangur SJÓR gekk afar vel.

April 17, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

1104160005

Hópur Sjósunds og sjóbaðs garpa mætti á Olísstöðina í Mosfellsbæ kl. 11:00 á laugardaginn til að fara í sjósund. Keyrt var út á kjalarnes og þar niður í fjöru og mannskapurinn skellti sér í sjóinn.  Góð sandfjara á svæðinu og þurfti að labba smá spotta í sjónum til að komast á sund-dýpi.  Þegar búið var að synda og svamla var farið í Kjalarneslaug og svæðið hertekið. Sett var met í heita pottinum og töldust 16 stk. í honum. Það hefði verið hægt að setja fleiri ofaní, en þá þyrfti að nota sleypiefni.

1104160031

Skemmtilega nefndin í SJÓR er semsagt aftur byrjuð með sínar mánaðarlegu “synt á nýjum stað” ferðir og var Kjalarnes fyrsti staðurinn á þessu ári.  Nú er bara að bíða og sjá hvað þau velja næst.

Myndir komnar inn í myndaalbúmið

Þessar verðir eru auðvitað opnar öllum og verða auglýstar hér á síðunni eins og svo margt annað sem SJÓR tekur sér fyrir hendur.

Share

Kjalarnes 16. apríl

April 6, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Share