Nornanótt í miðnætursundi

April 16, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Aðfaranótt 1.maí er svokölluð nornanótt. Þá nótt fara nornir á stjá og halda mikið partý. Af því tilefni verður boðið upp á nornadrykk í miðnætursundinu. Þeir sem þora láta auðvitað sjá sig. Aldrei að vita nema að nornir sveimi á kústsköftum yfir Fossvoginum á leið í partý (það gerist oft). Annars er sjósund í myrkri og heitum sjó einstök upplifun. Við skorum á þá sem ekki hafa prófað að synda svona rétt fyrir svefninn og láta sængina síðan ylja sér að prófa.

Share