Keppni í samhæfðu sjósundi frestað fram á haustið

August 8, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Ákveðið hefur verið að fresta keppninni í samhæfðu sjósundi fram á haustið og verður hún auglýst vel þegar ný dagsetning hefur verið fundinn.  Þið haldið auðvitað áfram að æfa og hanna búninga og svo höfum við megashow og fjör þegar að allir eru komnir úr sumarfríi.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin

Share

Samhæft sjósund

July 21, 2010 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Share

Synchronized Sea Swimming – Samhæft sjósund

July 13, 2010 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 27. ágúst kl. 17 ætlar skemmtinefnd Sjósundfélags Reykjavíkur að standa fyrir keppni í Synchronized Sea Swimming. Keppninn verður haldinn í Nauthólsvík og er þetta liðakeppni. Öllum er heimil þátttaka og er um að gera að skella saman í lið og taka þátt. Dómarar keppninnar verða Árni og Hafdís vetrarstarfmenn ITR í Nauthólsvík en yfirdómari verður Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri Siglingamálastofnunar Íslands. Frábær verðlaun verða í boði fyrir t.d. mestu samhæfinguna, flottustu búningana, frumlegasta atriðið, óvæntustu uppákomuna og bestu viðleitnina. Kynnir keppninnar verður engir annar en hinn kunni íþróttafréttamaður Adolf Ingi Erlingsson :-) og tónlistarstjóri verður okkar ástsæli Jakob Viðar.
Skráning liða er í síma 849-0092 og þarf að koma fram heiti á hóp, fjöldi í liði, fyrirliði og við hvaða tónlist á að synda.
Nú er um að gera að vera með og hafa gaman saman því til þess er leikurinn gerður.
Hlökkum til að sjá þig,
Nefndin

Share