Sjóbíó og norðurljósasýning í pottinum

November 2, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Allnokkrir sjósundsfélagar horfðu á myndina Abyss í sjóbíói nú um síðustu mánaðarmót. Sýninginn hófst um kl 22 en á svipuðum tíma hófst einnig heljarinnar norðurljósasýning og skartaði himininn sínu fegursta allt fram yfir miðnætti. Svo fögur voru norðurljósin að bíógestir gátu vart annað en legið í pottinum og horft hugfangnir til himna á dansandi litadýrðina. Nauthólsvíkin er greinilega framúrskarandi staður til að njóta norðurljósanna enda lítil ljósmengun í kring. Um miðnætti var auðvitað hoppað út í sjó og mánaðarmótunum fagnað í spegilsléttum sjó innan um smáfiskatorfu. Eftir sundið var kroppurinn hitaður í pottinum og horft á æsispennandi endalok myndarinnar. Jakob Viðar náði að taka þessa mynd af dýrðinni með því að halda myndavélinni kyrri í dágóðan tíma án þrífótar. Frábært kvöld.

Share

SJÓBÍÓ – The Abyss

October 30, 2011 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 31. október verður myndin The Abyss sýnd í sjóbíó niður í Nauthólsvík. Myndin sem er í leikstjórn James Cameron er sannkallað meistaraverk og ein af bestu neðansjávar myndum sem gerð hefur verið. Í henni er fullt af tæknibrellum, flott saga og framúrskarandi leikur. Nú er tækifæri að upplifa þessa glæsilegu mynd í sínu rétta umhverfi við sjóinn. Sýning hefst kl 22. Heitt vatn í pottinum en ekkert vandmál að kæla sig niður ef þörf krefur. Á miðnætti verður hoppað í sjóinn og nýjum mánuði fagnað með stæl á hafi úti.
Miðaverð 1000 kr í peningum. Popp og gos selt á staðnum.

Allir velkomnir – sjósundsfólk jafnt sem aðrir

Skemmtilega nefndin

Share

Sjóbíóið og millimánaðasundið gekk eins og hestur!

April 3, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Gott veður og smá rigningarúði voru í víkinni þegar Meðlimir SJÓR og aðstandendur mættu og horfðu á JAWS 2 á fimmtudagskveldinu síðasta.  Allt gekk eins og í sögu og voru allir ánægðir með atburðinn.  Skemmtilega nefndin á hrós skilið fyrir skemmtunina.  Nú verða ekki fleiri sjóbíó á næstunni þar sem birtan verður okkur ekki hagstæð næst (sem er mjög gott mál)  Skoðum aftur í haust hvort haldið verður áfram.  Myndir voru teknar og hægt verður að sjá þær á heimasíðu Nauthólsvíkur innan langs tíma.

Nú styttist mjög svo í sumarið og heitari sjó og þá munum við vera með mikið af ferðum og hópsundum hér og þar, eins og í fyrra, þar sem mikil stemming er fyrir því í hópnum.

Stjórnin

Share

Fyrsta sjó-bíó á Íslandi var tær snilld.

February 3, 2011 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 31. jan. mættu yfir 60 manns í Nauthólsvíkina og horfðu á Jaws “Ókyndin” í góðu yfirlæti í heita pottinum með popp og kók.  Síðan um miðnætti var farið í Millimánaðasund.

Eftir að búið var að svamla í sjónum leitandi að uggum þá var farið í pottinn aftur og klárað að horfa á myndina.

Meðlimir SJÓR voru ákaflega ánægðir með uppátæki skemmtilegu nefndarinnar og mikið rætt um að hafa þetta aftur.

Viljum við þakka starfsfólki Ylstrandarinnar fyrir aðstöðuna og alla hjálp sem gerði þessa bíóferð mögulega, algerir snillingar.

Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúmið

Share