Myndir úr útilegunni í Stykkishólmi 2012

July 2, 2012 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Heimir Logi tók mikið af myndum í í útilegunni síðustu helgi í Stykkishólmi og hann leyfir okkur öllum að njóta þeirra.

Þær eru komnar í myndasafnið góða á síðunni

Share

Sjósundsútilegan 2012 – Stykkishólmur

June 25, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Hin árlega sjósundsútilega SJÓR verður í Stykkishólmi helgina 29.júní til 1.júlí og er með svipuðu sniði og síðustu ár. Við hittumst á tjaldstæðinu seinnipartinn á föstudeginum en þar verður búið að taka frá svæði fyrir okkur. Við stefnum á að synda frá Búðanesi út í Bænhúshólma kl 19 á föstudagskvöldinu og eftir sundið verður farið í pottanna í sundlauginni. Á laugardeginum er háflóð kl 15 og þá ætlum við að synda saman á spennandi stað og skella okkur í pott á eftir. Um kvöldið grillum við saman í trjáræktinni rétt fyrir utan Stykkishólm, syngjum og höfum gaman saman eins og okkur einum er lagið. Á sunnudeginum ætlum við að heimsækja Hildibrand og hákarlasafnið í Bjarnarhöfn. Ef veður leyfir verður síðan keyrt fyrir nesið með ísstoppi í Ólafsvík og endað á Hellnum þar sem við freistum þess að endurtaka magnað sjósund gegnum hellinn Baðstofuna. Ef ykkur vantar meiri upplýsingar um útileguna skuluð þið ekki hika við að pikka í Helenu Bærings í pottinum eða bara einhvern annan.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Share

Sjósundsútilega í Stykkishólmi 24.-26. júní

June 16, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Þá er komið að hinni árlegu sjósundsútilegu SJÓR.  Eins og áður verður haldið til Stykkishólms og notið þess að synda í undurfögru umhverfi.  Margt skemmtilegt er á dagskrá t.d. verður synt frá Búðarnesi og í kringum Súgandisey. Svo verður  kvöldvaka, sund, grill og almenn gleði og glens. Á sunnudeginum er ætlunin að keyra fyrir nesið og synda á nokkrum fallegum stöðum.  Þetta er sannkölluð fjölskylduferð og tilvalið að koma og hafa gaman saman.  Nánari upplýsingar hjá Helenu Bærings og svo má commenta hér að vild.  Sjáumst  Skemmtilega nefndin

Share

Ferð SJÓR í Stykkishólm 25-27 júní

June 29, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Meðlimir Sjór skelltu sér í helgarferð til Stykkishólms til að slaka á, synda og skemmta sér.  Ferðin gekk frábærlega í alla staði og veðrið var frábært frá byrjun til enda.   Dagskráin byrjaði á föstudegi þar sem flestir mættu milli 18-19 og

IMG_1465 Þá var lagt af stað í fyrstu sundferðina.

Synt var út frá lítilli vík vestan við vesturbryggjuna í Hólminum. Sjórinn var heitur og engin vindur né straumar.  Synt var út í litla eyju og labbað þar um og synt síðan til baka og smellt sér í sundlaugina.

Eftir sundlaugina var slakað á við tjaldsvæðið og skemmt sér fram á nótt með söng og gítarspili.

Næsti dagur byrjaði rólega, farið var kl. 13:00 að trjálundi rétt sunnan við Stykkishólm og grillað saman og skemmt sér.  Síðan var farið niður að bryggju og næsti sundstaður skoðaður, og þaðan var farið að höfðanum þar sem Marís Þór Jochumsson sundmaður lést fyrir stuttu og hans minnst.

Mæting kl. 19:00 niðri á bryggju þar sem synda átti í kringum Súgandisey, veðrið frábært í alla staði. Það syntu 19 kringum eyjuna (Perla hundur talin með) og slatti af krökkum var í tryllu sem fylgdi mannskapnum. Mikið af ferðamönnum fylgdi þessu skrítna fólki með myndavélar

IMG_1578

Þegar það sund var búið  var aftur farið í sundlaugina sem var opnuð sérstaklega fyrir SJÓR og aðgangur ókeypis (Helena þekkir mann sem þekkir mann)   Þaðan upp á tjaldstæði í stutta stund og svo var farið í leiki í brekkunni og skólahreystisbrautin prufuð.  Kvöldið klárað við kvöldsögur og skemmtilegheit þar sem skemmtilega nefndin var í forsvari.

Sunnudagurinn var tekin seint, þegar búið var að pakka sér saman þá héldu flestir saman og keyrt var fyrir Snæfellsnesið um kl. 13:00, komið við í Ólafsvík og íssmökkun fór í gang.  Þaðan var keyrt að Skarðsvík og tekinn sundsprettur þar, hlýjað sér aðeins og haldið áfram.  Næsta stopp Hellnar þar sem hópurinn settist að á kaffihúsinu til að ná úr sér restinni af hrollinum og klætt sig í sundgallan aftur.   Þá var bara síðasta sundið eftir og nokkrir félagar syntu út fyrir bryggjuna og í fjöruna en fjórir héldu áfram og syntu út fyrir oddan og inn í hellirinn fræga sem allirþekkja sem þangað hafa komið.

IMG_1699Eftir annan kaffi og kakóbolla voru kveðjustundir og fólk hélt til síns heima.  Þetta var fullkominn endir á frábærri helgi og viljum við þakka Helenu og Heimi Loga fyrir að setja þessa ferð saman.  Það var ákveðið mjög snemma í ferðinni að gera þetta að árlegum viðburði, enda töldust 35-40 hausar þegar mest var.

Myndir komnar í myndaalbúmið

Share

Dagskrá í Stykkishólmi um helgina!

June 21, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Föstudagur :  Meðlimir og annað sjósundsfólk mætir á Tjaldstæði bæjarins og reynum að vera öll á sama staðnum. Tjaldstæði merkt 5 tindum og/eða sjósund

Farið frá tjaldstæði kl. 19 til sjávar, síðan í sundlaug og snarlað saman á eftir ef fólk vil á tjaldstæði.

Laugardagur:  frjáls tími til 13 þá er grillað saman á tjaldstæði.

um klukkan 15 er farið á Svarta-tanga og minnst sjósundsmannsins Marísar Þórs.

frjáls tími til kl. 19,,,,,þá mun koma í ljós hverjir eru menn eða mýs við það sund sem í boði er.

Sunnudagur :  Í skoðun er að fara fyrir nes og stinga sér í sjóinn á fögrum stað.

ps. í Stykkishólmi eru fjölmargt áhugavert að skoða, nokkur söfn, golfvöllur, fögur náttúra, mikið fuglalíf og mannlíf.

og ekki má gleyma hinnum glæsta Pylsuvagni sem getur komið manni lengi á óvart.

kv.  Helena og Heimir

Share