Sund út í Viðey tókst með eindæmum vel.

August 20, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_4018Synt var út í viðey í mjög góðu veðri, hita og rislitlum sjó.  Fjöldi sundmanna var um 140 alls sem syntu aðra eða báðar leiðir og allir komu þeira aftur,,,,, Myndir eru komnar í Myndaalbúmið góða.  Viljum við þakka öllum sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar til að gera þetta sund mögulegt.  Sérstaklega Kayak félögunum okkar sem voru bæði í fyrra og núna með 11 kayaka og Benna kafara sem fylgt hefur okkur í flestum sundum þetta árið.  Einnig höfum við fengið frábæra hjálp frá Hjálparsveitum og fleiri aðilum við öryggismál sundsins.  Frábært að fá meðlimi SJÓR til að hjálpa við skráningar, móttöku sundkappa, verðlaunaafhendingu og allt annað sem til fellur við framkvæmd sunds að þessari stærðargráðu.  Þetta væri ekki hægt án ykkar.

Svo er hér að lokum linkur í myndasafn hjá Jóni Svavars sem hann tók í sundinu.

Með þökk, Stjórn SJÓR

Share

Skráning hafin í sund til Viðeyjar föstudaginn 19. ágúst

August 15, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar næsta föstudag og allir sem ætla að koma með VERÐA að skrá sig hér á síðunni. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar 500 kr. fyrir félagsmenn SJÓR og 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið.  Greiða þarf í peningum í byrjun sunds þar sem við erum ekki með posa. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðveld er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið.  Hér er yfirlitsmynd af sundinu.

Share

Sund út í Viðey í máli og myndum.

August 22, 2010 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Það var fjölmenni sem tók þátt í Sundi út í Viðey þetta skiptið.  Um  150 manns skráðu sig í sundið og um helmingurinn fór báðar leiðir í vindi og ágætis ölduhæð.  Allt gekk að óskum og engin slys né meiðsli komu upp.  Ákveðið var vegna aðstæðna að tvískipta hópnum. Þeir sem ætluðu aðra leiðina þyrftu að fara með bát út í Viðey og synda þaðan í land, og þeir sem ætluðu báðar leiðir þyrftu að bíða þar til búið væri að ferja sundkappa út í Viðey.  Þeir sem fóru báðar leiðir lentu í miklum straumi þegar komið var út fyrir hafnarmynnið og hægðist mikið á fólki á 200 metra kafla en lagaðist síðan þegar nær dró Viðey.  Síðan þegar komið var til Viðeyjar synti hópurinn sem þar var af stað til lands.

IMG_2414

Ákveðið var að byrja sundið inni í höfninni eins og komið hefur fram, en allir sundmenn syntu síðan inn að Skarfakletti þegar komið var að landi aftur og er sú aðkoma frábær í alla staði, Stór klettur og falleg lítil fjara.

Myndir eru komnar inn í Myndagalleríið og einnig eru HÉR myndir sem Sigurjón Pétursson tók og þökkum við honum fyrir.

Ekki er hægt að halda svona atburð án mikils öryggis.  Óhætt er að segja að SJÓR hafi fengið hjálp frá mörgum þetta skiptið.  Þegar mest var taldist til Lóðsbátur frá Reykjavíkurhöfn, 7 bátar frá Sjóbjörgunarsveitum, Lögreglunni, Skátasveitum og Gúmmíbátum og göllum.  Einnig voru 5 kayakar frá Kayakklúbbnum og 3 Sæþotur frá einkaaðilum.  Viljum við þakka þessum aðilum fyrir mikla hjálp, óhætt að segja að þetta sund hefði ekki verið framkvæmt án hjálpar frá þessum aðilum.

SJÓR lét hanna boli sem á stendur “Ég synti til Viðeyjar” og voru þeir til sölu á staðnum. Einnig verða þessir bolir til sölu niðri í Nauthólsvík eitthvað á næstunni.   Einnig viljum við í Stjórninni fá að vita um það sem betur má fara í svona viðburðum.  Allar athugasemdir eru vel þegnar og þarf bara að fara í “Um félagið” flipan og velja þar “ábendingar til stjórnar SJÓR”

Að lokum viljum við óska öllum þeim sem náðu markmiði sínu þennan dag til hamingju.

Share

Sund út í Viðey 20. ágúst kl 17:30

August 17, 2010 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Núna föstudaginn 20. ágúst er næsta hópsund sumarsins sem haldið er af SJÓR. Þá verður synt út í Viðey (900 m) og til baka (1,8km) fyrir þá sem það kjósa. Aðrir verða ferjaðir til baka til Sundahafnar.
Sjá mynd
Nokkrir bátar verða með í för til öryggis og fylgja sundfólki alla leið og ættu því allir að geta tekið þátt, en við viljum samt hvetja fólk til að sýna aðgát.

Nauðsynlegt er að mæta tímanlega og skrá sig.

Munið að hafa með ykkur nesti, t.d. heitt kakó (allavega eitthvað heitt að drekka) og banana eða aðra góða næringu til að nærast eftir sundið.

Þegar sundinu lýkur er einnig gott að fara í heitan pott og hita sig upp. Laugardalslaugin er ekki langt frá Sundahöfn og er opin til kl. 22 30

Share