Synt á nýjum stað – Kópavogur

May 29, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 4.júní ætlum við að synda á nýjum stað og núna er komið að Kópavogi. Hittumst í fjörunni fyrir neðan Kópavogsbakka kl 19 ( sjá mynd). Kópavogurinn er tæpir 400 metrar á breidd og frekar grunnur. Á fjöru má sjá leirurnar standa upp úr en við ætlum að synda þarna á flóði ;-) . Eftir sjósundið verður farið í sundlaug Kópavogs sem er þarna rétt hjá. Sundlauginn skartar þremur rennibrautum, fullt af pottum, eimbaði, útilaug og innilaugum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Skemmtilega nefndin

Share

Fríður hópur synti í Arnarnesvoginum

May 13, 2012 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Hópur sjósyndara synti á nýjum stað í Arnarnesvoginum við Sjálandsskóla laugardaginn 12.maí. Hópurinn mætti við skólann en í honum er bæði sundlaug og heitur pottur sem við vorum búin að fá aðgang að. Sundlauginn er mjög vel staðsett og eftir fataskipti var hægt að ganga tröppur alveg niður í fjöru. Sundið meðfram blokkunum og út á Arnarnesvoginn var frábært. Okkur tókst að hræða hóp anda á brott en aftur á móti náðum við að fá íbúa blokkanna næst sjónum til að sækja sjónaukana sína og myndavélar og vöktum athygli þeirra með söng og ópum ónefndra sjósyndara. Sjórinn þarna er góður til sjósunds, botnin er þakinn smásteinum og auðvelt að komast út í. Við Sjálandsskóla rennur lítill lækur, Hraunkotslækur, út í sjó sem gerir það að verkum að minna salt er í sjónum þarna svona til að byrja með. Eftir dágott sjósund var haldið í pottinn og sundlaugina í Sjálandsskóla en frábært útsýni er frá lauginni og út á voginn. Heppnin var með okkur í þessari ferð eins og svo oft áður því Alþjóðaskólinn á Íslandi var með basar í skólanum á sama tíma og endaði því þessi yndislega sjósundsferð á kaffi og kökum auk þess sem sumir gerðu reifara kaup á skóm og mussum á basarnum. Þökkum skemmtilega ferð og sjáumst í næstu ferð á synt á nýjum stað.

Share

Synt á nýjum stað – Sjáland

May 8, 2012 by · 3 Comments
Filed under: Fréttir 

Laugardaginn 12. maí ætlum við að synda á nýjum stað og núna er komið að Sjálandinu við Arnarnesvog. Hittumst við íþróttahús Sjálandsskóla við Löngulínu kl 10(sjá kort). Í Sjálandsskóla er lítil sundlaug og pottur sem við höfum fengið aðgang að en skólinn er staðsettur alveg við sjávarmálið. Hægt er að nota búningsaðstöðuna áður en við förum út í. Eftir sjósund um Arnarnesvoginn ætlum við að fara í sundlaug skólans. Þetta er lítil skólalaug en glæný og með glæsilegu útsýni út á sjóinn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Skemmtilega nefndin

Share

Brúsastaðir í Hafnafirði

April 16, 2012 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 


Síðastliðinn föstudag 13. apríl syntu um 25 manns við Brúsastaði í Hafnafirði. Veðrið var aldeilis frábært, blankalogn, spegilsléttur sjór og falleg birta. Sjórinn var um 5.6 gráður. Ströndin þarna er umvafinn klettum og hólum og naut fólk þess að synda um í tærum sjónum. Ströndin þarna er grýtt og í fjöru, eins og þegar við syntum, þarf að gæta aðeins að sér þegar farið er út í því að steinarnir geta verið hálir. Annars er aðgengi til sjósunds mjög gott þarna og ströndin út með Álftanesinu einstaklega fögur. Eftir sjóinn var farið í Sundhöll Hafnafjarðar og eftir að menn voru búnir að ylja sér í pottinum var stökkpallurinn prófaður og farnar allaveganna dýfur aftur á bak og áfram. Skemmtinefndin þakkar þeim sem komu. Næsta sund á nýjum stað verður síðan um miðjan maí.

Share

Heimsókn upp á Akranes

September 18, 2011 by · 4 Comments
Filed under: Fréttir 

Sjósundsfélagið fór í heimsókn upp á Akranes í boði Haraldur Sturlaugssonar. Skagamenn eru að koma upp frábærri aðstöðu fyrir sjósundsfólk fyrir neðan knattspyrnustúkuna og stutt er þaðan niður í fjöru og eins upp í sundlaug. Langisandur tók á móti okkur með frábæru veðri og flottum sjó, fullum af öldum. Hópurinn lék sér heillengi í öldunum og hefur sjaldan verið hlegið meira í sjósundi. Eftir sjósundið var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa, kaffi og kökur við nýju aðstöðuna. Haraldur fræddi okkur um fyrirhugaðar framkvæmdir en ætluninn er að setja upp bæði heitan pott og útisturtur. En það er ekki bara hægt að synda á Langasandi. við skoðuðum líka Skarfavör við Akranesvita en þaðan er hægt að synda í átt að Langasandi. Eins skoðuðum við Lamhúsavör bak við bíóhöllina, fallega vík sem gott er að synda í. Að lokum var okkur boðið að skoða einstakt safn um Akranes og fjölskyldu Haraldar sem hann er búin að koma fyrir í kjallara Haraldarhúss. Rúmlega 50 manns koma með okkur í þessa frábæru ferð og nutu gestrisni og veitingar í fallegu haustveðri.

Share

Óvissuferð 17. september upp á Skaga

September 9, 2011 by · 35 Comments
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru sjósundsfélagar. Haraldur Sturlaugsson ásamt öðrum Skagamönnum ætla að bjóða okkur í óvissuferð laugardaginn 17. september. Fjölbreytt dagskrá og veitingar.  Það væri gott ef þig mynduð láta mig vita, t.d. hér í comment, ef þið komist með.

kær kveðja Skemmtilega nefndin

 

Share

Skundað í Skötubót

August 28, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Fríður hópur sjósyndara skellti sér í Skötubótina við golfvöllinn í Þorlákshöfn í aldeilis fínu veðri. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar og er þessi sandfjara hálfgerð sólarströnd Þorlákshafnarbúa. Hópurinn undi sér vel í öldunum og öslaði sandfjöruna langt út og auðvitað fylgdist einn selur með okkur. Eftir sjósundið var glæsileg sundlaug heimamanna heimsótt og fylgdi hellings sandur með okkur :-(   engu líkara en heil leikskólaherdeild hafi verið á ferð. Ekki skemmdi það svo fyrir að í andyri sundlaugarinnar var verið að steikja vöfflur sem hópurinn gæddi sér á eftir sundsprett og pottahangs.  Fullkominn endir á góðri ferð.  kveðja Skemmtilega nefndin

Share

Skötubót við Þorlákshöfn næsta laugardag

August 23, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Næsta laugardag, 27. ágúst, ætlum við að synda á nýjum stað og nú er það Skötubótin við hliðina á golfvellinum í Þorlákshöfn.  Hittumst við Olís Norðlingaholti kl 11, sameinumst í bíla og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar.  Eftir sjósundið verður glæsileg sundlaug Þorlákshafnarbúa heimsótt og rennibrautir og pottar prófaðir. Tilvalið að grípa fjölskylduna með.  Sjáumst  :-)  Skemmtilega nefndin

Share

Vaskur hópur á Þingvöllum!

August 14, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

img_3869Vaskur hópur af meðlimum SJÓR fór í ferð á Þingvelli í bongóblíðu og ætlunin var að synda í Nikulásar og Flosagjá eða þar sem flestir kalla “Peningagjá.  Veðrið var frábært og tókst ferðin eins og best verður á kosið.  Mikið var um ferðamenn á svæðinu sem fengu fyrir allan peningin við að sjá þetta skrítna fólk henda sér í ískalt vatnið. Skyggnið er rómað og því til rökstuðnings má benda á að gjárnar á Þingvöllum er skráðar sem einn af þrem bestu köfunarstöðum í HEIMINUM.

Myndir komnar í myndaalbúmið og eitthvað var tekið af video myndum.

Share

Allir á Þingvöll á morgun laugardag 13. ágúst

August 12, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

Meðlimir SJÓR ætla að fara á Þingvöll á morgun (Laugardag) og synda í Nikulásargjá og peningagjá.

Ætlum að þjappa í bíla og fara frá Olís bensínstöðinni í Mosfellsbæ kl. 12:00
Hitinn í gjánnum er 3 gráður en sundið er ekki mjög langt svo þetta á ekki að vera mikið vandamál.
Vonandi koma sem flestir og biðjum við velvirðingar á því hversu seint þessi póstur berst, en þetta var ákveðið í kvöld.
P.s.  Birna Hrönn, Raggý og Kidda kláruðu Viðeyjarsundið áðan allar þrjár og kemur frétt um það á sjor.is á morgun. 

Kær kveðja | With best regards
Birgir Skúlason
Share

Next Page »