Írena Líf 16 ára sjósundskappi með besta tíma í Viðeyjarsundi

September 9, 2011 by · 2 Comments
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 6. september s.l. lagði Írena Líf af stað  frá Viðey, með það að markmiði að bæta besta  sundtíma kvenna. Írena stóð við það og gerði betur, þar sem hún er með besta tíma kvenna sem synt hefur frá Viðey til Reykjarvíkurhafnar á vegalengdinni 4,6 km. Það gerði hún án þess að vera smurð og í hlífðargalla, þar sem hún var eingöngu á sundbol og ósmurð. Írena á því besta einstaklingstíma í Viðeyjarsundi 1:18.07 án galla og ómsurð. Slær hún þar alla út, karlana líka.

Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Drangeyjarsund er líka á dagskránni, en það þykir með erfiðari sjósundum þar sem sjórinn er talsvert kaldari og straumar miklir. Að auki stefnir Írena á Ermasund næsta sumar. Ermasundið er 32 km í beinni loftlínu en sundmenn sem synda Ermasund synda allt að 60 km vegna strauma.

Hún er núverandi íslandsmeistari í 3 km sjósundi kvenna.

Við óskum Írenu Líf auðvitað til hamingju með þetta allt saman og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

 

Share

Sigrún, Kolla og Sædís Rán syntu Viðeyjarsundið 21. ágúst 2011

August 22, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

img_4152Þessar þrjár stöllur tóku sig til á sunnudaginn síðasta 21. ágúst 2011 og syntu Viðeyjarsundið góða sem er 4,3 km.  Veður var gott og straumar hagstæðir, makríltorfur og selshausar. Hitastigið var að meðaltali 12,4°.  Kolla og Sigrún fóru þetta á tímanum 2:26 mín og Sædís Rán synti leiðina á 2:31 og má geta þess að Sædís er yngsti sundkappinn sem hefur farið þessa leið, aðeins 18 ára. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið góða. Frétt á bleikt.is og myndir frá Stöð 2.

Stjórnin óskar þremenningunum til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Share

Skytturnar þrjár syntu Viðeyjarsundið góða

August 14, 2011 by · Leave a Comment
Filed under: Fréttir 

 

Birna Hrönn, Raggý og Kidda tóku sig til og syntu Viðeyjarsundið föstudaginn 12. ágúst.  Hitinn á sjónum var 13,7 gráður. Vindur að vestan þegar þær byrjuðu en lyngdi og var andvari þegar síðasta var að klára. Birna Hrönn synti leiðina á 1:37, Raggý synti á 2:08 og Kidda fór sundið á 3:02.  Voru þær allar í fínu standi þegar þær komu upp úr. Við óskum þeim auðvitað til hamingju með frábæran árangur og gaman að sjá hvað þeim dettur í hug næst.

Share

Dáni syndir Viðeyjarsund

July 21, 2010 by · 1 Comment
Filed under: Fréttir 

Á mánudaginn synti hin margreyndi sjósundkappi Hálfdán Freyr (ekki hálf dán) Örnólfsson, kallaður Dáni, formlegt Viðeyjarsund.  Hann synti þetta sögufræga sund samkvæmt reglum SSÍ og fær hann því sundið skráð og viðurkennt hjá opinberum aðila.  Fyrsta Viðeyjarsundið var synt af sundkappanum Benedikt G. Waage þann 6. september 1914. Síðan þá hafa 31 manns synnt og Dáni telst því vera nr 32.  Hann var 88 mín á leiðinni í sól og sumaryl,sjóhiti 13° , 2-3 m/s.  Benedikt Hjartarson og Þórdís tóku á móti kappanum með því að synda á móts við hann í Rvk höfn.

Dáni var sprækur eftir sundið og fann ekki fyrir kulda.  Það má geta þess að Dáni stefnir á Ironman í ágúst.

Sjá myndir á vef Jón Svavars

Share